Indecisión

Ég nærri grét af hlátri þar sem ég skoppað stjórnlaust upp og niður. Sitjandi. Liggjandi. Sitjandi. Skopp. Skopp. Skopp. Ég reyndi að hætta að tísta en gat það engan veginn. Ekki fræðilegur möguleiki að ég gæti staðið í lappirnar. Hvað þá hoppað sjálf. Ekki fræðilegur.

Í kringum mig hoppuðu diskódísin og líffræðingurinn eins og þau væru að tapa sér og hlógu líka eins og vitleysingar. Rebbý og formaðurinn horfðu á úr öruggri fjarlægð, virtust skemmta sér ljómandi vel enda vorum við örugglega allt annað en þokkafull að klöngrast á trampólíninu í miðju partýi. Ég gerði tilraun til að komast niður. Skreið í átt að útganginum en skoppaði jafn mikið til baka. Ég hafði engan veginn gert mér grein fyrir hvað trampólínið var hátt... enda var nokkuð óljóst hvernig ég komst uppá það. En nú blasti við mér að þurfa að komast niður. Og ekki til séns að ég þorði niður aftur. Ekki góð staða að vera í. Föst uppá trampólíni með tveimur hoppandi og skríkjandi vinnufélugum. Formaðurinn kom mér til bjargar og rétti fram sterka arma til að hjálpa vinkonu sinni niður. Ég segi það, það þurfa allir að eiga einn svona formann til að bjarga sér úr klípu... eða til að passa veskið... eða til að passa fötin... Jebb, án formannsins væri ég sennilega enn á trampólíninu.

Afsteggjunarpartý formannsins tókst svona ljómandi vel. Eftir að hafa eytt drjúgri stund í garðinum þar sem við yljuðum okkur við hitann frá kamínunni, grilluðum sykurpúða, blöðruðum, hlógum og sungum fluttum við partýið inn. Þarna hafð verið safnað saman alveg fyrirtaks hóp af fólki, flestir auðvitað úr hugbúnaðargeiranum - en það er einmitt sérlega skemmtilegt fólk sem starfar þar. Í alvörunni. Kunnum alveg að skemmta okkur. Tala nú ekki um þegar reykvél, diskóljós og diskókúla eru á svæðinu!

Ég horfði á eftir bleika fallega ipodinum mínum fljúga úr höndum ráðgjafanna, fljúgja úr höndum þeirra og niður í gegnum stigaopið. Heyrði hann skella á steyptu gólfinu fyrir neðan. Líffræðingurinn setti upp skeifu og trítlaði niður stigann á eftir honum. Eins gott að ipodinn skemmdist ekki. Þetta var nú einu sinni mikilvægasti ipodinn í þessu annars fjölmenna ipod partýi. Jebb, ipodinn minn innihélt nefnilega "lagið". Eftir stutta stund stakk líffræðinguinn hausnum upp aftur og skellti bleika krúttinu í tækið. Virkaði svona ljómandi vel eftir ferðalagið.

"Indecisión! Indecisión! Indecisión", sungum við öll eins hátt og við gátum með einkennislagi partýsins. Alveg ekta kólumbískt lag sem við drösluðum með okkur heim úr vinnuferðinni þanngað. Fyrst þegar við skelltum því í tækið í byrjun partýs stundu allir. "Það verður að vera lag sem maður hefur heyrt...", sagði Rebbý. Og líffræðingurinn var svo sannarlega að hlusta. Nú var búið að spila það einu sinni. "Hér er lag sem þið hafið heyrt áður", tilkynnti hann 10 mínútum seinna og spilaði lagið aftur við takmarkaðar undirtektir.

En viti menn eftir bara uhhhh... kannski 10 spilanir voru allir farnir að syngja með á spænsku: "Indecisión!" Ekki nóg með það heldur eru ansi margir úr partýinu búnir að biðja um afrit af laginu... fylgist bara með, ég er sannfærð um að þetta rati á vinsældarlistana fljótlega (og svona í beinu framhaldi... í nýjasta eintaki viðskiptablaðsins er fínasta grein um vöruhúsakerfið okkar og ferðalag okkar líffræðingsins til Kólumbíu... spurning í hvaða blaði ég verð í þessari viku).

Ég náði á endanum að vera úti til klukkan að verða fimm í morgun sem nú það lengsta sem ég hef enst lengi. Dansaði frá mér allt vit, hló þar til mig verkjaði í magann, þvældist um miðbæinn með félugunum eftir partýið.

Það er bara ein leið að enda þennan pistil.. ég verð bara að syngja: "Indecisión"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

Indecisión ... Indecisión ... Indecisión        man sko alveg að þetta er bara þrisvar (takk Snjóka)
já þetta var hið fínasta partý en fyrir mér er ekki óljóst hvernig þú náðir að koma þér upp í trampólínið og veistu ... þvílíkur þokki sem fylgdi því ferðalaginu
Ipodinn minn biður að heilsa þínum og er stoltur af nýja laginu sínu ... ekki frá því að hann hafi fölnað aðeins við athyglina sem þinn fékk

Formanninum þakka ég fyrir flott partý en verð þó jafnframt held ég að skamma hann aðeins fyrir svikið loforð en hann reddar því bara fyrir næsta geim

Rebbý, 8.6.2009 kl. 00:04

2 identicon

Hummm... annsi flókinn texti ;)

Bibba (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 22:00

3 Smámynd: Vilma Kristín

Bibba! já! Flókinn texti! Labbaðu við hjá mér og líffræðingnum og við skulum smita þig af vinsælasta laginu í dag :)

Vilma Kristín , 8.6.2009 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband