5.6.2009 | 21:01
... hann er blár...
Ég stóð bara og starði. Reyndi að koma í veg fyrir að sleftaumur laumaðist niður hökuna. "Hvað er númerið á bílnum?", spurði sæti viðgerðarmaðurinn, brosti til mín og hallaði undir flatt. Ég brosti á móti, brost og þagði. Hann endurtók spurninguna. Ég stóð enn og brosti. Þrátt fyrir að það síðast sem ég gerði þegar ég skyldi Rúnu eftir á stæðinu hefði verið að kíkja á númeraplötuna gat ég ómögulega munað númerið. Svo ég stóð bara og brosti, gat ekki slitið augun af honum. "Uhhh, ég man það ekki...", stundi ég upp og yppti öxlum. Bætti svo við: "... en hann er blár..."
Ofurkrúttulegi viðgerðarmaður hughreysti mig. Ekkert mál. Hann myndi finna útúr þessu. Vissi ég hvar ég hafði skilið bílinni eftir? Ég benti út á stæðið: "Hann er á endanum... hann er blár..." Dúllan hélt áfram að brosa og tók við lyklinum. Fór aftur yfir hvað átti að gera við. Fékk símanúmerið mitt. Ég reyndi að hemja mig um að segja honum að hringja bara hvenær sem er...
Það var með nokkrum trega að ég kvaddi sæta viðgerðarmanninn, sannfærð um að Rúna væri i góðum höndum. Trítlaði út og stillti mér upp við götuna og beið líffræðingsins sem ætlaði að kippa mér með í vinnuna. Það er pínulítið óþægilegt að standa svona út við götu í miðju iðnaðarhverfi. Dálítið einmannalegt. Ég varð því heldur betur kát þegar ég heyrði líffræðinginn nálgast. Maður getur sko heyrt í honum langar leiðir þar sem hans bíll er ekkert í mikið betra standi en Rúna.
Krúttí púttí viðgerðarmaðurinn hringdi tvisvar í mig í dag. Í bæði skiptin fann ég hvernig heilinn kvaddi mig. Kvaddi mig og hélt bara út í göngu á meðan ég stamaði í símann, eins heilalaus og hægt er. Hvað er það við fallega karlmenn sem fær mann til að slökkva bara á heilanum, brosa og stama heimskulegum hlutum uppúr sér. Ég veit ekki.
Allavega þegar kom að því að sækja bílinn bjargaði líffræðingurinn mér enn og aftur. En það var ekki nóg. Hann vildi líta "gripinn" augum og kom því með mér inn. Sæti viðgerðarmaðurinn brosti og spurði um bílnúmer. Einmitt. Líffræðingurinn trítlaði um og gerði einstaka gáfulega athugasemd á meðan ég mændi á viðgerðarmanninn. "Hann er bangsalegur...", viðurkenndi líffræðingurinn þegar við komum út. Ég móðgaðist um leið fyrir hönd krúttsins. Hann er sko ekkert bangsalegur. Hann er bara sætur. Karlmenn hafa hvort sem er ekkert vit á þessu.
En nú er Rúna bara í toppstandi. En eina sem ég get hugsað um er að koma henni aftur á verkstæði. Núna. Svo ég hef helgina til að finna eitthvað að... eitthvað sem ég get látið nýja uppáhalds viðgerðarmanninn minn gera við.
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
já.... og flissa heimskulega?
Hrönn Sigurðardóttir, 5.6.2009 kl. 21:18
Einmitt Hrönn, gleymdi því... flissu heimskulega að bara engu...
Vilma Kristín , 5.6.2009 kl. 21:20
Finna fleiri læki að keyra yfir. Er þetta ekki rétti tíminn til að fara að demba sér í æfingaakstur bara ..
Bibba (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 21:36
gera þeir líka við bíla sem á eftir að skíra?
minn viðgerðamaður er nefnilega ekkert sætur svo það er spurning að tékka á þínum næst
Rebbý, 6.6.2009 kl. 00:38
Heyri ég ... kirkjubjöllur ... í fjarska? :-)
Þú gætir prófað að taka með þér kött til hans, og segja.. "Hann malar eitthvað svo undarlega... geturðu kíkt á hann?"
Einar Indriðason, 6.6.2009 kl. 10:28
Góð hugmynd Einar! Annars hef ég það eftir áreiðanlegum heimildum að einmitt þessi viðgerðarmaður er "kattamaður" og ku eiga einn slíka :)
Vilma Kristín , 6.6.2009 kl. 11:04
Touche! Þá veistu hvað þú gerir! :-)
Einar Indriðason, 6.6.2009 kl. 11:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.