4.6.2009 | 19:32
Hræðilegt, alveg hræðilegt!
Hljóðið sker eyrun og ég hækka í útvarpinu til að þurfa ekki að hlusta á þjáninguna. Hækka í útvarpinu til að útiloka grátinn og kveinin. Ég get ekki hlustað á þetta. Ég er miður mín. En hvað er til ráðs?
Ég er langt í frá að vera tæknileg manneskja þegar kemur að bílum. Bílar eru bara eitthvað sem á að virka. Auk þess sem ég binst bílunum mínum tilfinningaböndum og lít á þá sem hluta af fjölskyldinni. Og því á ég agalega bágt þegar eitthvað amar að ástinni minni. Aumingja Rúna mín er að ganga í gegnum hræðilegt tímabil. Fyrst fór pústkerfið í sundur svo ekki var hægt að hugsa í kílómeters radíus. Það var varla búið að gera við það þegar næsti krankleiki gerði vart við sig. Hræðileg óhljóð heyrðust, svo hræðileg að ég gat ekki hlustað.
Frá mér af áhyggjum leitaði ég til formannsins. Hvað þýddu svona hljóð spurði ég og lýsti þeim í gengum spjallforritið. Formaðurinn hugsaði sig um og spurði nokkura vel valinna spurninga. Ég svaraði að bestu getu. "Bremsuklossar..", svaraði formaðurinn. Eftir smá spjall í viðbót var ákveðið að ég fengi staðfestingu á sjúkdómsgreiningunni í dag.
Ég gat varla keyrt í vinnuna, stunurnar og urgið í Rúnu voru að gera útaf við mig. Í hádeginu bauð ég svo líffræðingnum í bíltúr. Ég rétti honum bíllyklana... enda hafði hann verið gabbaður út til að sjúkdómsgreina Rúnu. Hann þurfti ekki að keyra langt áður en gaf upp dóm sinn. Bremsuklossar. Og þolinmóður kenndi hann mér hvernig maður "gírar niður" í staðinn fyrir að bremsa. Hann gretti sig þegar hann steig á bremsurnar, en ólíkt mér slökkti hann á útvarpinu til að heyra harmakvein Rúnu betur.
Ég fékk létt kvíðakast. Ég veit fátt hræðilegra en bílaverkstæði og ég reyni að forðast þau í lengstu lög. Nú stóð ég frammi fyrir því að fara á eitt slíkt. Ég hafði hræðilegan valkvíða og hótaði að keyra áfram svona á bílnum. Á endanum tók líffræðingurinn af mér ákvörðunarvaldið og pantaði tíma á verkstæði þar sem ég og Rúna eigum að mæta snemma í fyrramálið. Ekki nóg með það heldur ætlar líffræðingurinn að sækja mig á leiðinni í vinnuna og skutla mér aftur til að sækja ástina mína úr viðgerð seinni partinn.
Þanngað til í fyrramálið keyri ég ofurhægt um á Rúnunni minni, æfi mig snarlega í að gíra niður og keyri frekar á gangstéttarkantinn heldur en að bremsa. Ég er nefnilega orðin dauðskelkuð yfir því að skemma Rúnu mína. Vonandi verður þetta það síðasta sem hendir hana í bráð.
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
Ó,Ó,Ó,Vilma mín,þetta gæti orðið mjög dýrt,ef klossarnir eru handónýtir og þú búinn að keyra í smá tíma með ónýta brennsluklossa,´og það heyrist mikið járn í járn hljóð,þá gætu brennsludiskarnir líka verið handónýtir,o,æ,æ,æ þá verður þetta dýrt,en við skulum vona að það séu bara brennsluklossarnir,en þetta var góð en dapurleg saga af henni Rúnu þinni, HA HA HA HE,en vertu bara bjartsýn og glöð,þá reddast þetta allt saman,eða þannig, kær kveðja, konungur þjóðveganna.
Jóhannes Guðnason, 4.6.2009 kl. 19:43
Ha ha. Góður Vilma :) :)
Guðmundur St Ragnarsson, 4.6.2009 kl. 19:53
æj æj Rúna litla ... en hún fær allavega hellings stjan þessa dagana
Rebbý, 4.6.2009 kl. 20:25
Ææææ elsku Rúna litla, mikið skil ég þig vel, ég þoli ekki svona kallastaði heldur, það er alltaf horft á mann eins og maður sé vitlaus ljóska!
Hrund (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 22:01
Jæja, það verður léttir þegar það verður aftur hægt að nota bremsurnar :)
Bibba (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 22:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.