Kjammss, kjammss, kjammss

Hafið þið einhvern tíman reynt að útbúa fjórðung úr hamborgara þannig að sómi sé að? Trúið mér það er mun flóknara en það hljómar... Sérstaklega ef á honum á að vera hamborgarasósa, barbeque sósa, sweet relish, Mango Chutney, Hot Mango jalapeno, auk gúrku og lauks. Jebb, hamborgarar komust á annað stig í kvöld!

Á síðustu árum hafa sjö forritarar sem allir hafa ást á mat safnast saman í það sem við köllum "Grillklúbb". Þetta er mjög lokaður og góður hópur. Við hittumst óreglulega, eldum saman og borðum... og blöðrum frá okkur allt vit. Okkur líður óskaplega vel saman og erum yfirmáta afslöppuð.

Í kvöld var í fyrsta skipti boðið uppá hamborgara. Risa stóra safaríka grillaða hamborgara. En það var ekki best. Nei, best var að fá að ráfa um sósuhlaðborð Ragga Palla. Allskonar framandi sósur sem okkur hafði aldrei dottið í hug að setja á hamborgara. Fyrst skar ég einn hamborgara í tvennt. Ég setti vandlega mismunandi sósur á helmingana. Svo beit ég í annan helminginn. Svo beit ég hinn. Mmmmm. Þeir voru báðir svo góðir. Ég gat ekki valið hvorn ég vildi borða á undan svo ég beit í þá til skiptis.

Eftir matinn sátum við öll nokkra stund og strukum bumbuna. En ekki lengi. Nei, eftir smá stund voru allir tilbúnir í meira. Og bara til að koma aðeins meiru niður, græðgi og ekkert annað, fékk hvert okkar einn fjórða úr hamborgara. Og það er bara verulega snúið að útbúa hann svo hann líti vel út. Þarna missti ég mig í sósunum og setti bara allt á... allt nema salsa sósuna. Mmmmm. Þvílík snilld.

Við komum okkur vel fyrir í sófanum í horninu og rifjuðum upp gamla tíma. Sko sum okkar hafa þekkst síðan 1996 og öll höfum við þekkst í allavega tíu ár svo það er mikið að rifja upp. Margir sem við þekkjum öll sem við þurfum að spá í hvar eru í heiminum núna. Hlæja aftur af gömlu góðu sögunum. Og allt þetta blaður rennur auðvitað mikið betur niður með hinum opinbera eftirrétti klúbbsins. Það er eiginlega bannað að bjóða uppá nýjungar þar, þó svo við séum til í næstum hvað sem er í aðalrétt þá er eftirrétturinn heilagur. Við lygnum aftur augunum og smjöttum um leið og við fáum hann á diskana.

Eftir kvöldið eru komin heilmikil plön. Við ætlum að hafa Sushi kvöld. Við ætlum í fótboltaferð til Vestmannaeyja þar sem við ætlum að heimsækja eyjamanninn og knúsa hann. Við ætlum á villibráðarhlaðborð í haust. Við ætlum að skipuleggja skemmtun með fleiri vinum. Við ætlum... við ætlum... en núna er ég of södd til að hugsa meira... maginn er stútfullur af mat, kollurinn er fullur af sögum og hjartað er fullt af væntumþykju... jebb, ég er full af hinu og þessu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Notalegt.   Það er orðið yfir það.   Að hitta þennan hóp er eins og að skríða í hlýtt hýði í smá stund.  
Takk fyrir notalega kvöldstund.

Bibba (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 00:39

2 identicon

hjarta mitt og sál er barmafullt eftir kvöldið svo maður sé háfleygur en maginn er líklega of fullur

Snjóka (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 00:45

3 Smámynd: Vilma Kristín

Nákvæmlega.. þið náið þessu svo vel báðar. Notalegt og heimilislegt að hitta hópinn. Öruggt og afslappað.

Og mitt hjarta og mín sál eru líka svo full að það flæðir útum, það er ekkert smá mikið sem mér þykir vænt um alla þessa krakka :) (erum við annars ekki ennþá krakkar?)

Vilma Kristín , 4.6.2009 kl. 00:49

4 identicon

júhú, í mesta lagi unglingar

Snjóka (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 00:56

5 identicon

Takk sömuleiðins fyrir gott kvöld , þetta var meiriháttar eins og alltaf, sósudæmið var alveg til að toppa þetta:-) Bíð spennt eftir öllu hinu;-)

Laufey (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 23:52

6 identicon

Ahh, notalegt að lesa þetta blogg, fann bara brosið færast yfir mig á meðan ég las  takk fyrir kvöldið

Valdís (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband