Ótrúleg ævintýri Rúnu

Ég horfði á þær til skiptis og vissi ekki alveg hvað ég átti að halda. Var þetta virkilega satt? Gat það verið? Fyrsta hugsunin var að fara út og taka utan um hana, elsku bestu Rúnu mína sem var að koma heim eftir mikið ævintýri.

Þannig var að í einhverju bjartsýniskasti samþykkti ég að lána unglingunum Rúnu síðasta föstudag. Heimasætan og heimalingurinn stefndu að fara í stelpuferð í sumarbústað. Stefnan var nú frekar óljós, bústaðurinn staðsettur í borgarfirði... aðeins lengra en Hekla! Allavega, þær staðhæfðu að þær myndu rata, finna bústaðinn.

Og án mikillar umhugsunar lét ég þær hafa lykilinn að Rúnu og kvaddi þær. Áður en þær lögðu af stað lagði ég þeim lífsreglurnar. Hvernig skal haga sér á vegum úti og hvernig skal haga sér í bústað. "Vilma, þær eiga eftir að keyra útaf út af þessari eilífiu afskiptasemi þinni...", stundi líffræðingurinn þegar ég hringdi einu sinni enn til að tryggja að þær væru ekkert að glanna um á Rúnu minni. Minnti á að nota ekki gasið í bústaðnum. Ekki taka fram úr. Ekki gera þetta og ekki gera hitt.

Rétt áður en ég fór heim úr vinnunni hringdu skvísurnar svo. Búnar að skila sér heilar á húfi í bústaðinn. Heimalingurinn hljómaði voðalega glöð. Þær höfðu keyrt yfir ánna og allt, ekkert mál. "Yfir á?", spurði ég forviða. Rúna er nú ekki beint bíll sem er gerð til að keyra yfir á. Ég heyrði í heimasætunni á bakvið tjá sig um að áin hefði nú eiginlega verið minni en pollar í borginni. Hversu mikið var til í því veit ég ekki.

Í dag skiluðu þær sér svo allar heim aftur. Ekki alveg heilar á húfi. Nei. Ég reyni að halda aftur af tárunum. Jebb, heimasætan og heimalingurinn komu heim rjóðar og sællegar... en Rúna, elsku besta Rúna mín, kom heim löskuð. Skjálfandi viðurkenndu unglingarnir að hafa brotið púströrið undan henni rétt áður en þær keyrðu yfir ánna.

Rétt eftir að þær keyrðu yfir ánna, dragandi púströrið á eftir sér, óx skyndilega í ánni og hún varð ófær fyrir litlu sætu Rúnu mína. "Fóruð þið yfir á ÞESSU?", spurði hneyksluð kona á jebba sem dauðskelkaðir unglingar stoppuðu og báðu um hjálp. Svo hristi jeppafólkið hausinn og keyrði í burtu og skyldu aumingja Rúnu og unglingana eftir.

En þetta eru úrræðagóðir unglingar. Þær gáfust ekki upp. Rúnu ætluðu þær að koma í bæinn aftur. Og með það í huga lögðust þær fótgangandi í ferðalag í leit að hjálp. Í þarnæsta bústað fundu þær sniðuga jebbakarla og konur sem tóku þeim opnum örmum. Að gera bráðabirgðaaðgerð á Rúnu var nú ekki mikið að vefjast fyrir þeim. Heimasætunni og heimalingnum komið fyrir í góðu yfirlæti á meðan Rúna var tjökkuð upp og púströrið bundið upp með vír, svo unnt væri að keyra hana heim aftur.

Kannski aðeins verra með ánna. Ekki hægt að láta minnka í henni. En ef hún yrði enn ófær yrði hún bara dregin yfir ánna. Ekkert mál. Ekkert verið að skilja bjargarlausar unglingsstelpur eftir. En sem betur lækkaði aftur í ánni svo Rúna komst alveg sjálf yfir ánna á leiðinni heim. Stýrt af þaulreyndum jeppamanni yfir ánna og eftir holóttum og slæmum malarvegi svona til að afstýra frekari óhöppum. Skvísurnar þáðu í staðinn far í risastórum jebba og fylgdust spenntar með Rúnu útum gluggann. Þær veifuðu nýju vinum sínum í kveðjuskyni þegar Rúna var komin á öruggan veg.

Nú situr örþreytt Rúna út á plani, örlítið lífsreyndari og örlítið töffaralegri með þvílíkum drunum. Og við eldhúsborðið sitja glaðlegir unglingar, ósköp glaðir að ég hafi ekki gengið frá þeim eftir þetta og ósköp glaðar með ævintýrin sín í sumarbústað án rafmagns og rennandi vatn... ekki beint hægt að segja að unglingarnir mínir séu vandræðaunglingar... nei, meira svona ævintýraunglinar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

Verð að játa að það fór um mig þegar unglingarnir komu með fréttirnar og ég færði mig nær útidyrunum svo ég gæti hlaupið ef allt færi í bál og brand ... en auðvitað tókstu þessu með jafnaðargeði eins og þér einni er lagið og við sátum svo bara og hlustuðum aðeins á ferðasögur frá þessum frábæru dömum.

Rebbý, 31.5.2009 kl. 17:29

2 Smámynd: Vilma Kristín

Já, aumingjarnir þorðu ekki að segja mér frá þessu í símann á föstudaginn...

Vilma Kristín , 31.5.2009 kl. 23:10

3 Smámynd: Dísa Dóra

Greinilega verið mikil ævintrýraferð hjá þeim öllum

Dísa Dóra, 1.6.2009 kl. 12:01

4 identicon

Auuuumingja Rúna

Bibba (IP-tala skráð) 1.6.2009 kl. 22:02

5 identicon

Segi það sama og Bibba :)

Snjóka (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband