30.5.2009 | 16:13
Get ekki hætt að vera fræg
Þegar það hringdi í mig blaðamaður fyrr í vikunni og falaðist eftir viðtali og myndatöku sagði ég já bara alveg án þess að hugsa mig um. Eins og ekkert væri sjálfsagðara. Svo fór þetta að spyrjast út á meðal vina og vinnufélaga sem vildi endilega vita af hverju ætti að taka viðtal við mig.
"Þetta er svona aukablað með fréttablaðinu, blað um fjölskyldur..", svara ég og það bregst ekki að fólk fer að flissa. Tilhugsunin um að það sé tekið viðtal við mig vegna fyrirmyndarfjölskyldunnar minnar nú eða útaf einstökum uppeldishæfileikum mínum fær fólk bara til að skella uppúr. Þegar ég bæti við að ég komi í grein um fjölskyldur með gæludýr kinka allir kolli og skilja málið betur. Ég veit reyndar ekki hver það var sem benti blaðamanninum á mig en það var algjörlega sársaukalaust og ekkert nema sjálfstagt að leyfa honum að gægjast inn í líf okkar. Ég meina, ég lifi hvort sem er á internetinu svo þetta gat ekki breytt miklu.
Ég hélt reyndar líka að ég hefði átt eftir að koma fram í fréttablaðinu... en það var reyndar bara í augnablik sem ég hélt það. Svo mundi ég eftir að ég og prinsinn vorum á forsíðunni fyrir nokkrum árum þegar barátta mín við frístundaheimili borgarinnar stóð sem hæst. Nú hef ég þá komið tvisvar í fréttablaðinu, DV, mogganum, í þátt á bylgunni allavega tvisvar, morgunsjónvarpið á Stöð 2, Fólk með Sirrý að ógleymdum þætti mínum í Séð og Heyrt. Þá má ekki gleyma vasklegri framkomu minni á BBC og fréttum ríkissjónvarpsins. Ég hef semsagt mjög gaman að því að koma mér á framfæri... eða það mætti halda það allavega. Ég er aftur á móti, hvort sem þið trúið því eða ekki, mjög feimin og prívat persóna sem vill helst ekki láta taka eftir sér. Samt get ég bara ekki hætt að vera fræg því akkúrat á þessari stundu bíð ég eftir að grein um Kólumbíuferðina birtist í viðskiptablaðinu, sennilega í næstu viku. Jebb, það er ekkert lát á frægðinni.
Annars er ég bara þokkalega sátt við greinarkornið í dag og finnst myndin af okkur sem birtist með bara ljómandi fín. Einhvern veginn náði Mía hin magnaða reyndar að verða aðalatriðið, en þar er auðvitað bara svo stór persónuleiki á ferð að það er erfitt að tala ekki um hana. Það er þá heldur ekki hægt að saka mig um snobb þegar ég tala í sífellu um húsköttinn minn með óljósa upprunann en gleymi alveg að minnast á hreinræktuðu kettina.
Heimasætan var ekki alveg á því í upphafi að birtast í blaðinu. "Mamma, ég hef mig alveg nógu oft að fífli...", stundi hún og setti upp skeifu. En það þurfti nú ekki miklar fortölur til að fá hana til að skipta um skoðun og stilla sér upp brosandi útí garði með Þulu í fanginu.
Jæja, nú ætla ég að fara og halda áfram að rembast við að vera fræg... hver veit hver bankar uppá næst...
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
Þú gleymdir að telja upp Reuterinn. Fréttaskotið á BBC var ekki bara BBC, það var Reuterinn. Hann sendir fréttaskot út um allan heim. Þú gætir þessvegna hafa verið að berja pottlok í fréttunum í Argentínska sjónvarpinu :)
Mér fannst myndin af ykkur í fréttablaðinu allt of lítil. Svo voru þeir með risastóra mynd af fjölskyldu sem átti bara einn hund. Þið voruð miklu merkilegri :)
Bibba (IP-tala skráð) 1.6.2009 kl. 21:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.