30.5.2009 | 00:37
Árans pest
"Vilma, erum við að fá pest?", spurði líffræðingurinn alvarlegur af svip þegar við yfirgáfum vinnuna um sjö leitið, lang síðustu út eins og svo oft áður. Við erum búin að vera eitthvað að slappast síðustu daga. Svo hnerrum við til skiptist. Aftur og aftur. Í þokkabót er ég komin með kæfandi hálsbólgu þannig að röddin er farin að gefa sig.
Það er nú orðið það langt síðan við komum heim að við ættum ekki að vera að dröslast með blessuðu svínaflensuna, en engu að síður finnst fólki þetta ekki traustvekjandi. Þegar ferðlangarnir frá Kólumbíu, Miama og New York fara að sýna veikleikjamerki vill fólk skyndilega ekki tala við okkur.
Við höfum þó betri skýringar á þessum krankleika. Já, þannig er að við erum bæði búin að umgangast fullt af veiku fólki síðan við komum heim. Búum svo vel að eiga bæði fjölskyldur sem hafa legið með pestir. Svo það er algjör tilviljun að við birtumst með svipuð einkenni á svipuðum tíma. En það er engu að síður gaman að sjá viðbrögðin sem við vekjum með hnerrinu okkar og hósta.
Svo nú er bara um að gera að nota hvítasunnuhelgina vel í þessa pest. Svona erum við nú fyrirtækjaholl!
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
farðu vel með þig og vertu búin að ná þessu úr þér á mánudaginn
Snjóka (IP-tala skráð) 30.5.2009 kl. 09:13
Tilviljun. Right.
Ég er búin að panta hlera fyrir skrifstofuna ... ykkar.
;)
Bibba (IP-tala skráð) 1.6.2009 kl. 21:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.