27.5.2009 | 23:07
Ég kafna
"Er einhver hætta á því að þú sért ólétt?", spurði konan og horfði á mig forvitnum augum yfir gleraugun. Ég neitaði ákveðin. Neibb, engin hætta á því. "Hefur þú fengið málmflís í augað?", hélt konan áfram að spyrja. Neibb, ég hef fengið glerbrot í augun en aldrei málmflís. "Ertu með innilokunarkennd?", endaði konan á að spyrja. Enn neitaði ég, innlokunarkennd? Nei, það held ég ekki.
Eftir allar spurningarnar trítlaði ég berfætt á eftir konunni, ég var aðeins klædd risastórum og alltof síðum sloppi. Á leiðinni í segulómum til að vera alveg viss um að höfuðið sé í lagi. Ég lagðist á bekkinn, alveg róleg á meðan konan ólaði höfuðið á mér niður. Svo kom járnbúrið yfir. Og á endanum var höfuðið skorðað vandlega með tveimur púðum.
"Pís of keik...", hugsaði ég þar sem ég lá. Svo rann bekkurinn inní tækið. Ég flissaði inní mér. Innlokunarkennd hvað? Þetta er bara ekkert mál. En áður en ég gat áttað mig varð andadrátturinn grynnri og hraðari. "Hey, róleg...", hugsaði ég: "Þetta er ekkert mál..." En veggirnir komu nær og nær. Veggirnir umvöfðu mig og virtust ætla að kremja mig.
"Fíflið þitt! Þú getur alveg andað... ", hvæsti reiðileg rödd inní kollinum á mér. En ég fann hvernig andadrátturinn varð grynnri og grynnri. Ég var eins og alveg lömuð. Tilhugsunin um að vera alveg fest niður hræddi mig. Ég kæmist aldrei útúr þessu tæki hjálparlaust. Hvað ef eitthvað kæmi fyrir. Ó, þetta var svo þröngt að ég var ekki viss um að það kæmi nægt súrefni inn.
"Vilma! Þetta tekur tuttugu mínútur. Liggðu kyrr og njóttu þess að slaka á...", sagði róandi rödd í kollinum. "Hjálp! Hjálp! Ég get ekki andað... ég kafna í þessu bjánalega tæki!", æpti önnur og örvæntingarfull rödd á móti. Eftir þónokkrar rökræður í kollinum var ég enn ruglaðri. Ég meina hafið þið reynt að rökræða við hluta af sjálfum ykkur sem er sannfærður um að þið séuð að kafna. Enn þrenngdu veggirnir að mér. Ég reyndi að loka augunum svo ég sæi ekki hvað þetta var þröngt. Nei, opna augun. Strax! Um leið og ég loka augunum loka ég fyrir allt loftstreymi.
Niðurbrotin hringi ég neyðarhnappnum og hávaðinn í tækinu stöðvast strax. "Er allt í lagi?", spyr góðleg rödd einhvers staðar úr fjarska. "Nei, ég get þetta ekki.... ég get þetta ekki....", kjökra ég. Mér finnst það taka marga klukkutíma að bjarga mér úr tækinu. Góðlega konan losar mig og bíður mér að koma aftur seinna. En ég get ekki hugsað um það. Ég verð að komast út. Ég verð að anda. Ég er... ég er ... ég er með innilokunarkennd, á háu stigi.
Mér er enn og aftur boðið að koma aftur þegar ég fæ endurgreitt. Um leið og minnst er á að koma aftur þrengist að öndunarveginum. Ég hristi kollinn. Hættið að tala um þetta! Hleypið mér út! Ég verð að anda!
E
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
Úff - ég fékk andarteppu bara við að lesa þetta.
Hrönn Sigurðardóttir, 28.5.2009 kl. 08:43
Ég var sko ekki með innilokunarkennd áður en ég fór í þetta tæki en næst ætla ég að biðja um svæfingu !
Bibba (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 11:56
úfffff ég er viss um að ég yrði nákvæmlega svona.
Dísa Dóra, 29.5.2009 kl. 17:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.