You'll never walk alone?

Af öllu því sem við líffræðingurinn kíktum á þessa 3 daga í New York þá voru það kínhverfið og litla ítalía sem áttu hug okkar og hjörtu. Við fundum hvernig við drógumst að þessum hverfum. Þau voru eitthvað svo öðruvísi og skemmtileg. Við gleymdum okkur alveg í litlu þröngu búðunum í kínahverfinu þar sem var hægt að fá allt á milli himins og jarðar. Við vorum pínulítið eins og fílar í postulínsbúð og fengum augnaráð frá búðareigendunum þar sem við drógum hluti úr hillunum og hlógum eins og vitleysingar.

Litla ítalía með endalausu veitingarstaðina og skemmtilegu ýktu ítölsku týpurnar var ekki síðri og við trítluðum um þar til við vorum eiginlega farin að þekkja staðin jafnvel og hverfið heima hjá okkur. Þegar kom að því að velja hvert við ætluðum út að borða á sunnudagskvöldið kom því enginn annar staður til greina. Við settum stefnuna á litlu ítalíu. Þar sem það hafði gengið svo vel hjá okkur að þvælast um subwayið í London í fyrra ákváðum við að kýla á það þarna líka. Hlaut að vera pottþétt.

Við fundum rétta lest og hoppuðum um borð. Sátum áhyggjulaus og biðum eftir stoppinu okkar. Ég rýndi hugi á baksíðuna á kortinu okkar sem innihélt kort af neðanjarðarlestinni. "Getur verið að við séum komin of langt?", sagði ég sakleysislega. Líffræðingurinn tók við kortinu. Viðvörun glumdi um allt, dyrnar voru að lokast. Hann horfði hugsi á kortið. Viðvörun glumdi enn um allt. Skyndilega tók líffræðingurinn viðbragð, já, við vorum komin of langt og áður en ég náði að hugsa var hann stokkinn út. Ég stökk á eftir honum en hikaði þegar hurðin byrjaði að lokast.

Ég fann skelfinguna ná tökum á mér þar sem ég horfði á líffræðinginn standa á pallinum fyrir utan. Ég inni. Hann starði til baka, fyrst með furðu svo með skelfingu. Hann reyndi að gefa mér bendingar. Ég ypti öxlum og æpti á hann að ég skyldi hann ekki. Lestin rann af stað. Staðreyndin var skelfilega ber. Ég var alein. Alein í lest í New York og hafði skilið samfylgdarmann minn eftir á einhverri stöð.

Ég snéri mér að sætinu mínu. Fullkomlega meðvituð um það að allir í lestinni störðu á mig. Allir. Ég reyndi að halda "coolinu" og velti fyrir mér hvað bendingarnar þýddu. Jú, það rann upp fyrir mér. Auðvitað. Fara á næstu stöð, skipta um lest þar og koma til baka. Ég kíkti á klukkuna, hún var 18:11.

Hingað til höfðu verið stoppustöðvar mjög ört. Svo ég beið spennt eftir næstu stoppustöð. Ég beið. Og beið. Og beið. Tíminn leið. Og leið. Komnar næstum tíu mínútur og ég fann hvernig svitinn spratt fram. Skyndilega rann lestin uppúr undirgöngunum. "Fuck!", stundi ég. Hvert var ég að fara? Shit! Ég var í lest að fara yfir brú! Myndi ég einhvern tíman finna líffræðinginn aftur. Einhvern tíman?

Ég gat ekki lengur reynt að leyna skelfingunni þar sem ég starði út um gluggan, niður af brúnni. Fuck! Það var eina sem mér datt í hug. Og eins og hendi væri veifað var lestin aftur komin í undirgöng. Og tíminn leið. Og tíminn leið. Hvert var ég að fara?

Loks nam lestin staðar og ég var fyrst allra útúr henni. En úbbasííííí.... ég var á einhverri skrítinni stöð. Í staðin fyrir breiðan brautarpall var bara mjó brík. Ég fann hvergi leið til að komast á næsta brautarpall. Hvað átti ég að gera núna? Ég var án síma, líffræðingurinn var með kortið okkar og ég var ekki með neitt klink á mér, bara 20 dollara og vissi ekki hvar í heiminum ég var stödd.

Niðurbrotin hélt ég útaf stöðinni. Hvað myndi leynast fyrir utan. Gæti ég skipt pening og hringt í líffræðinginn? Það kom fljótt í ljós að á stöðinni var enga hjálp að fá, þarna vann enginn. Allt sjálfvirkt. Þegar út var komið blasti við frekar fátæklegt úthverfi. Engir leigubílar og varla fólk að sjá. Ég fann skilti sem sagði að til að fara til Manhattan þyrfti að nota inngang fá ákveðinni götu. En hvar í fjandanum átti ég að finna þessa götu? Hvar? Ég ráfaði stefnulaust um. Andardrátturinn var orðinn hættulega ör og ég óttaðist að það liði yfir mig á ókunnugum stað. Skyndilega fann ég innganginn að lestinni til Manhattan. Liðnar 20 mínútur siðan ég sá líffræðinginn.

Ég stökk að miðasjálfsalanum. Ég kann á svona græju. Hjúkk. Ég ýtti á start, aðeins öruggari með mig. Á skjánum birtust skilaboð um að því miður gæti sjálfsalinn ekki tekið við seðlum. NEI! NEI! NEI! Ég á ekki klink, æpti ég á sjálfsalann. Nú langaði mig að setjast niður og gráta. Ég hef aldrei verið eins alein í heiminum. Nei, andskotinn, ég yrði að vera róleg. Anda rólega. Halda rónni. Ég hlyti að redda þessu. Ég reyndi aftur við sjálfsalann. Sko! Þarna var hægt að nota kreditkort. Veiiii! Mér fannst ég hafa náð í gullmola þegar ég hélt á miðanum. Hraðaði mér niður stigann og upp í næstu lest til baka. Ég beið spennt eftir að komast aftur yfir brúnna. Komast aftur til líffræðingsins.

Ég stökk útúr lestinni á stöðinni þar sem ég hafði týnt líffræðingnum. Um fjörtíu mínútum eftir að ég hafði týnt ferðafélaganum. Ég æddi upp og niður brautarpallinn. Enginn líffræðingur. Ég fór á pallinn þar sem ég hafði týnt honum. Enginn líffræðingur. Ég fór um alla brautarstöðina. Enginn líffræðingur. Myndi ég einhvern tíman finna hann aftur? Jæja, plan B. Fara uppá hótel og vona að líffræðingurinn kæmi þanngað. Ég myndi bara taka lest til baka. Ég kom mér fyrir á brautarpalli og beið. Nokkuð viss um að ég væri á réttum stað en til öryggis ákvað ég að spyrja til vegar. Vingjarnlegur maður hristi kollinn. Nei, ég átti alls ekki að vera á þessum palli. Ég átti að vera einhvers staðar annars staðar. Shit. Nú hætti ég alveg að treysta þessu öllu.

Ég hristi kollinn ákveðin, ég ætlaði ekki að taka séns á að taka ranga lest aftur. Best að koma sér upp, taka leigubíl til baka. Ég var komin á Manhattan aftur, ekkert mál að taka leigubíl. Ég pírði augun þegar ég kom uppúr lestarstöðinni. Fuck! Hvar var ég? Þetta líktist ekkert Manhattan. Bara iðnaðarhúsnæði, bílaverkstæði og bílastæði. Engir leigubílar. Ég labbaði af stað og horfði á skiltin. Engin avenue með númerum. Engin stræti með númerum. Nei, þarna hétu allar götur eitthvað og engin leið fyrir lítinn íslending án korts að vita hvar hann var í heiminum.

"Gefðu mér break...", bað ég hljóði þar sem ég trítlaði af stað. Ef ég labbaði bara nógu lengi hlyti ég að vinna annað hvort götu sem ég gæti rakið mig frá eða leigubíl. Ég labbaði og labbaði og var nokkuð viss um að ég væri að þvælast í hring. Nei, þarna voru 2 menn, best að játa sig sigraða og spyrja til vegar. Varlega ávarpaði ég mennina og án þess að gefa upp of mikið gaf ég til kynna að ég væri vilt. Gætu þeir vísað mér í áttina að Broadway? 5 avenue? Bara einhverju? Þeir litu út eins og klipptir útúr Sopranus og töluðu með sterkum ítölskum hreim. Nei, þeir vissu að við værum á Manhattan, þeir voru ekki þaðan. Reynar voru þeir búnri að týna hvar þeir lögðu bílnum sínum, vissi ég nokkuð um hann? Ég hrökklaðist til baka. Ætti ég að slást í för með tveimur mafíósum í leit að bíl sem var örugglega með líki í skottinu eða ætlaði ég að halda áfram á eigin vegum?

Ég ákvað í skyndi að það væri skynsamlegra að halda áfram ein og vinkaði mafíósunum að skilnaði. Ég yrði bara að labba áfram, á endanum hlyti ég að finna eitthvað. En yfir mér skín lukkustjarna. Alveg uppúr þurru birtist leigubíll og meðan ég spáði í hvort hann væri á lausu eða ekki renndi hann uppað hliðinni á mér og bauð mér far. Ég var nærri farin að gráta úr gleði. Hvílík hamingja! Ég gaf upp heimilisfangið og hallaði mér aftur. Nú tók við hálftíma akstur á hótelið. Ég rétt hvaði næga peninga fyrir bílnum. Við stoppuðum á horninu við hótelið. Á meðan ég borgaði og kom mér út skimaði ég í kringum mig.

Þarna var hann! Eins og frelsandi engill! Þarna stóð líffræðingurinn á horninu og skimaði í kringum sig. Ég hef aldrei, aldrei, á ævinni verið jafn glöð að sjá einhvern. Ég stillti mér upp á ljósunum og beið. Hann kom auga á mig, brosti og veifaði. Mínúturnar þar til ljósið varð grænt voru óvenju lengi að líða. Ég trítlaði af stað yfir og flissaði. Núna þegar ég var komin á öruggan stað og búin að finna ferðafélagann minn aftur í þessari milljónaborg sá ég spaugilegu hliðina á þessu. Auðvitað varð ég að festast í lest sem keyrði yfir til Brooklyn. Auðvitað varð ég að villast í iðnaðarhverfi. Það var einn og hálfur tími síðan leiðir okkar skyldu. Líffræðingurinn hafði beðið á brautarpallinum þolinmóður, en þegar 5 lestar höfðu farið fram hjá og Vilma kom aldrei út sá hann bestu leiðina að fara uppá hótel og bíða þar. Og þarna hafði hann staðið í klukkutíma. Á horninu. Að bíða. Og vissi auðvitað ekki í hvaða ævintýrum ég lenti á meðan. Það er skemmst frá að segja að það sem eftir var ferðar passaði ég mig vel á að tína honum ekki.

Við settumst uppí leigubíl og brunuðum niður í litlu ítalíu þar sem við settumst á ítalskan stað, aldrei aftur subway í New York!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

úff mögnuð lýsing að lesa þó ég sé búin að fá "live" lýsinguna líka

Snjóka (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 23:10

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

ó Vilma....... Hver önnur en þú gæti lent í svona? Hrikalega skil ég þig vel :)

Frábær frásögn! Ég fylltist skelfingu, fann fyrir ónotunum....

Hrönn Sigurðardóttir, 25.5.2009 kl. 23:20

3 Smámynd: Einar Indriðason

Stórgóð frásögn!  Og Enn betra að þetta leystist allt vel!  En... já... þeir sem ég sjá fyrir mér ... lenda í svona... jú, þú ert í þeim flokki.  (Ef þú varst ekki í þeim flokki, þá ertu kirfilega komin í þann flokk núna :)

Einar Indriðason, 26.5.2009 kl. 08:48

4 Smámynd: Rebbý

sammála Snjóku .. bara gaman að lesa frásögnina þó það vantaði skelfingasvipinn sem kom með sögunni live

Rebbý, 26.5.2009 kl. 19:29

5 identicon

Shit ! 
Þetta er eitthvað sem maður hefur alltaf óttast að lenda í og Þú ert núna búin að prófa það
:|

Bibba (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband