24.5.2009 | 22:52
City that never sleeps
New York er lifandi borg. Full af fjölbreyttu og skemmtilegu lífi. Ja, það er að segja þar til hún fer að sofa. Og hún sefur, vært. Við héldum að svoleiðis gerðist ekki. En þar sem við stóðum á tröppunum á hótelinu okkar, rétt fyrir miðnætti á sunnudagskvöldi, og hringdum dyrabjöllunni var okkur um það bil að hætta að lítast á blikuna. Enginn vildi opna fyrir okkur og þegar við gægðumst niður sjötta avenue var ekki veru að sjá. Við virtumst eiginlega vera ein í heiminum, ja, allavega ein í New York.
"Þú ert með kreditkortið er það ekki?", spurði líffræðingurinn og nikkaði til mín kolli. Bara að vera viss ef við skyldum þurfa að leggja af stað og leita að nýju hóteli þar sem okkar vildi greinlega ekkert með svona vandræðapésa eins og okkur gera. Vonsvikin snérum við frá. Hverjum hafði grunað að hótel í New York lokaði fyrir miðnætti. City that never slepps... bullshit.
Við vorum varla búin að snúa okkur frá þegar við mættum glaðlegum blökkumanni með stóran McDonalds poka í fanginu. Honum brá svolítið við að finna okkur þarna, enda var þarna mættur næturvörðurinn á hótelinu okkar sem hafði laumast út að fá sér að borða. Hann hafði greinilega ekki átt von á að íslendingarnair af fimmtu hæð væru að laumast heim á þessum ókristilega tíma.
Það voru ósköp þreyttir litlir íslendingar sem mættu í New York á laugardeginum. Vinir okkar í Kólumbíu kröfðust þess að fá að njóta hverrar mínútu með okkur þar til við yfirgæfum landið árla morguns. "Tonight you not sleep! You sleep tomorrow...", var okkur tilkynnt. Og því eyddum við síðustu nóttinni í Kólumbíu í skoðunarferð, á matsölustöðum og enduðum á ótrúlegum salsastað.
Okkur leist eiginlega ekki á blikuna þegar við renndum inní iðnaðarhverfið, þarna hefðum við aldrei farið á eiginvegum. En viti menn! Á efri hæðum iðnaðarhúsnæðisins leyndust líflegir salsa klúbbar. Aldrei áður höfðum við komið á svona stað. Þarna dönsuðu allir. Þarna sungu allir. Þvílík gleði. Þvílík stemming. Og ekki áfengi að sjá á nokkrum manni. Áður en við vissum af vorum við farin að dansa með kólumbíu mönnum, sungum eftir okkar eigin höfði með.
Þarna var allt í bland. Tónlist spiluð af diskum. Hljómsveit sem breyttist í sífellu. Salsa. Önnur tónlist. Dansað um alla ganga, klappað, stappað, hrópað og sungið. Þetta er lífið! Mér fannst ég svo lifandi. Svo mikill hluti af heild. Skyndilega voru nöfnin okkar kölluð upp, kveðja til Íslendinganna á staðnum. Mikið klappað fyrir okkur, enda ekki erfitt að finna okkur.
Rétt fyrir flug yfirgáfum við vini okkar og fórum ósofin í dansfötunum okkar að reyna að komast úr landi. Það er reyndar ekki hlaupið að því að komast úr Kólumbíu, gríðarlega stíft eftirlit. Endalausar spurningar, stimplar, vegabréfin skoðuð með stækkunargleri. Og örþreyttir íslendingar héldu frá lifandi Kólumbíu til sofandi New York.
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
Kólumbía = partíland ?
Bibba (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 00:15
Kólumbía = fullt fullt af lífi og fjöri :)
Vilma Kristín , 25.5.2009 kl. 11:54
Vantar ykkur ekki aðstoðarmann ef þið farið aftur? ég er ótrúlega góð í allskonar vöruhúsum samt örugglega best bara í því að dansa
Snjóka (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 16:00
ég vona að boðið mitt um að koma með sé ekki ógilt þó Snjóka sé að láta vita af sér líka
alveg tilbúin að upplifa svona salsapartý
Rebbý, 25.5.2009 kl. 19:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.