23.5.2009 | 22:19
Langir dagar
"Úhhhh", missti ég útúr mér þar sem ég sat í miðju sætinu aftur í leigbíl og studdi mig við höfuðpúðan á öðru framsætinu. Allir aðrir í bílnum skelltu uppúr og ég líka. "Yes, this is crazy...", kallaði Edwin úr framsætinu og við gátum ekki neitað því.Umferðin í Medellin í Kólumbíu er... er... er óhamin! Það er orðið! Óhamin umferð. Þar keyra allir eins og vitleysingar. Sveigja á síðustu stundu frá afturenda bílsins fyrir framan. Keyra á tveimur akreinum í einu. Sveigja til og frá. Á tímabili héldum við að þetta væri kannski leikur. Að maður yrði úr leik ef maður væri meira en 50 metra á sömu akrein. Ég sver það ég hef aldrei á ævinni séð annað eins svig. Stórir trukkar, litlir leigubílar og mótórhjól. Allt í einni kös, sveigjandi til og frá, flautandi, gefa í, negla niður, sveigja meira.Það er aldrei öryggisbelti aftur í svo þeir sem sitja við dyrnar halda sér í handföngin til að sveiflast ekki til og frá í aftursætinu. Sá sem situr í miðjunni, sem var voðalega oft ég, styður sig við hauspúðana til að fara ekki á flakk um aftursætið. Þetta er einstök upplifun fyrir bílhrædda. Og það skrítna er að ég var bara ekkert hrædd. Ég var hissa, undrandi, spennt, æst, glöð. Allt annað en hrædd. Sennilega of mikið að gerast til að ég næði því. Um leið og ég kom aftur á Ísland kom gamla góða bílhræðslan aftur. En umferðin í Kólumbíu er eitthvað sem ég mun muna eftir alla ævi, vá þvílík ferð!Á kvöldin eftir langa vinnudaga var alltaf farið með okkur út. Ekkert slakað á. Það þurfti að gefa okkur að borða. Kólumbískan mat. Keppst við að fara á alla þjóðlegustu staðina. Gefa okkur arebas, kartöflusúpur, pönnukökur, nautakjöt... allt borið fram með banana. Held að við höfum borðað banana í einhverri mynd í alla mata. Salat banana, steikta eða soðna, venjulega banana með appelsínusafa og kanel sem meðlæti, bananakökur með guakamole í forrét. En það var ekki nóg að gefa okkur þjóðlegan mat. Nei, þjóðlegir drykkir verða að fylgja svo við þömbuðum hvern kreista ávöxtinn á fætur öðrum. Guanaguana safi var í miklu uppáhaldi. Við fáum okkur sopa og sleikjum útum. Aguile léttur með limesafa og salti og dagurinn er fullkominn.En það þarf líka að gefa okkur tækifæri á að kaupa minjagripi. Sýna okkur náttúruna. Fara með okkur í almenningsgarða. Stjörnuverið. Prófa þetta. Prófa hitt. Skoða gömul þorp. Fara í könnunarferðir í úthverfi, skoða venjulegt mannlíf langt í burtu frá lúxushótelum. Já, dagarnir voru langir... langir og fullir af lífi og upplifum í Kólumbíunni minni. Ég sakna hennar og nýju vina minna og langar aftur til baka.
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
hey .. eftir myndasýninguna þá er ég með ... verð líka að prufa Aguile drykkinn
Rebbý, 24.5.2009 kl. 00:39
Hei. Hætt að vera bílhrædd. Það voru nú góðar fréttir fyrir okkur Ásgeir ;)
Bibba (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 00:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.