Kólumbían mín

Áður en við lögðum af stað í ferðalagið fundum við fyrir miklum áhuga hjá vinum og vinnufélugum. Við vissum lítið útí hvað við vorum að fara, frekar flestir aðrir. Við höfðum auðvitað heyrt endalausar sögur af eiturlyfjaviðskiptum, grimmum eiturlyfjabarónum og sögur af mannránum.

"Ekki taka við neinum pakka!" "Ekki líta af töskunum ykkar!" "Ekki fara út í myrkri!" Við fengum endalausar viðvaranir. Við reyndum að lesa okkur til á internetinu, með misjöfnum árangri. Við reyndum nú samt að telja í okkur kjark, þetta var nú örugglega ekki svo slæmt. Til að kóróna allt tröllriðu fjölmiðlar okkur með uppblásnum fréttum af Svínaflensunni góðu. "Viljið þið ekki taka með ykkur spritt?" "Vilji þið ekki taka með ykkur flensulyf?"

Með smá kvíðahnút í maganum héldum við af stað til Bandaríkjana þar sem við þurftum að gista eina nótt á leiðinni til Kólumbíu. Við fórum yfir verkefnin sem biðu okkar og hlógum taugaveikluð að því hvernig okkur ætlaði að takast að leysa þetta allt. Hvað yrði um okkur ef við stæðum okkur ekki nógu vel? Hvað yrði gert við okkur? Ef við hefðum bara vitað um öll ævintýrin sem biðu okkar hefðum við getað sparað okkur fullt af áhyggjum. Því þegar upp er staðið eru þetta ævintýralegustu 12 dagar sem ég man eftir. Einhvern veginn snérist allt sem við tókum okkur fyrir hendur uppí spennandi upplifum.

Frá því við litum Kólumbíu augum frá flugvélinni átti hún hug okkar. "Vá hvað þetta er fallegt....", stundi ég og leit á líffræðingin sem gat ekki slitið augun af því sem hægt var að sjá útum gluggann. Þarna vorum við fullri flugvél, og við vorum eina fólkið sem ekki talaði spænsku. Skárum okkur svo sannarlega úr fjöldanum.

Við stigum varlega úr vélinni og horfðum í kringum okkur. Í leit að eiturlyfjabarónum, hrúgum af kókaíni, mannræningjum. Ekkert slíkt. Bara vingjarnleg andlit og hjálpsamar hendur. Hmmmm. Við vorum ekki búin að dvelja lengi í landinu fallega þegar við kynntumst því sem á endanum átti eftir að sigra okkur algjörlega. Það er kólumbíska fólkið. Þvílík þjóð. Þau er hjálpsöm, góð, umhyggjusöm, fyndin, skemmtileg, gestrisin, kurteis, vingjarnleg, vinnusöm, stolt og spennandi. Frá því á flugvellinum og þar til við yfirgáfum landið var hugsað um okkur. Við vorum sótt á flugvöllinn, sótt í vinnu á morgnana, skilað heim eftir vinnu, farið með okkur að borða í hádegi og kvöldmat, fyrir utan allar litlu ferðirnar til að sýna okkur sem mest af landinu sem þau eru svo stolt af Við horfðum hvort á annað: Var virkilega í lagi að við trítluðum útaf hóelinu í myrkrinu? Þetta var ekki það sem búið var að segja okkur!

Við sátum límd við gluggana í bílnum á leiðinni yfir fjöllinn frá flugvellinum. Sveitin var svo falleg, svo hrein, svo snyrtilega, svo búsældarleg. Leigubílstjórinn benti og benti og sagði frá hinum og þessu á meðan túlkurinn kom skilaboðunum áfram til okkar. Við reyndum að hemja okkur um að klappa saman lófunum af gleði.

Hver einasta mínúta í þessu landi var upplifun. Gestgjafar okkar komust fljótt að því að við vorum fólk sem vildi upplifa raunverulega Kólumbíu og kólumbíska matavenjur. Og eins og þessi þjóð er þá lögðu þau sig fram við að finna sem þjóðlegasta matinn, besta matinn, mestu upplifunina. Svo hvert kvöld var óvissuferð í veislu þar sem gestgjafar okkar pöntuðum meira að segja stundum fyrir okkur til að koma okkur á óvart með gómsætu bragðinu.

Á fimmta degi vorum við kvöldgöngutúr sem tveimur af nýju vinum okkar. "Það er allt annað að fara með ykkur út núna heldur en fyrsta kvöldið", sagði Paola og brosti: "Þá voruð þið stíf og á varðbergi en síðan þá hafið þið trítlað um allt eins og þið eigið heima hjér." Við kinkuðum kolli, enda höfðum við bara fundið fyrir öryggi. Við héldum áfram að ganga í myrkrinu og biðum spennt eftir næsta degi.

Það var með miklum trega sem við kvöddum vini okkar og landið dásamlega og héldum til New York, dauðhrædd um hvað biði okkar þar.

Ég ætla svo að reyna að segja ykkur nokkrar litlar sögur úr ferðalaginu á næstu dögum, litlar sögur af því sem við upplifðum á þessu ævintýralega ferðalagi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hvar í Kólombíu varstu? Mágkona mín er frá Kolombiu - "litlu sveitaþorpi" nálægt Popajan - veit ekkert hvernig þetta er skrifað........ :Þ

Hrönn Sigurðardóttir, 21.5.2009 kl. 18:34

2 Smámynd: Vilma Kristín

Við vorum í borginni Medellin (silfurbollinn) sem er næst stærsta borgin, staðsett í fjöllunum.

Vilma Kristín , 21.5.2009 kl. 20:05

3 identicon

Heillandi !

Bibba (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 21:05

4 Smámynd: Rebbý

hlakka ekkert smá til að sjá myndirnar ... verður vonandi sem fyrst hóað í myndakvöld 

Rebbý, 21.5.2009 kl. 23:00

5 Smámynd: Vilma Kristín

Engar áhyggjur... sæki fyrsta skammt af myndum á morgun ef líffræðingurinn man eftir að koma með þær. Þið getið farið að undirbúa ykkur undir sex tíma myndasýningu.

Vilma Kristín , 21.5.2009 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband