20.5.2009 | 09:36
Totally in love!
Ég er brjálæðislega, stjórnlaust, yfir mig ástfangin. Þið vitið svona ástfangin að ég get setið og starað í lengri tíma. Ég sit með kjánalegt bros þegar ég hugsa um ástina mína. Ég andvarpa þungt þegar einhver annar talar um hana. Ég er alveg að tapa mér og falla stjórnlaust.
Það sem ég er ástfangin af er Kólumbía og þó umfram allt kólumbíska þjóðin. Ég á bara ekki nógu stór lýsingarorð til að segja ykkur frá upplifun minni. Og hvernig þetta ótrúlega land og þetta dásamlega fólk náði okkur alveg á sitt vald. Eiginlega bara frá fyrstu mínútu.
Ég er semsagt búin að vera að ferðast með líffræðingnum síðustu 12 daga. Fyrst til bandaríkjana í smá millilendingu og að gista eina nótt. Svo til Kólumbíu þar sem við vorum að vinna í eina viku. Að lokum enduðum við svo á þremur sólarhringum í New York. Næstu dagar verða fráteknir í frásagnir af ævintýrum krúttanna í Kólumbíu og Bandaríkjunum.
Allt sem við héldum um Kólumbíu áður en við héldum af stað var þvílík vitleysa, og við eigum ekki orð yfir hversu heppin við vorum að fá að fara í þessa ferð, þrátt fyrir langa og stembna vinnudaga. Hversu heppin við vorum að fá að sjá þetta allt og prófa allt sem prófuðum... bíðið bara.... sögurnar munu koma...
En núna er meira en sólarhringur síðan ég fór á fætur og ég er að spá að fara að leggja mig smá og dreyma um ástina mína...
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
Hlakka til að fá söguna í smáatriðum og bútum :) Farðu að sofa stelpa.
Hrönn Sigurðardóttir, 20.5.2009 kl. 10:00
Þvílík gleði yfir því að þú sért komin heim, hlakka til að heyra sögurnar
Snjóka (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 13:52
Vá ég hlakka til að fá að heyra !
Ég er farin að hundsakna ykkar
Bibba (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 22:19
get ekki annað en viðurkennt að mér fannst voðalega ljúft að sjá þig í gær þegar þú kíktir á mig með smá upphitun af ferðasögum.
hlakka til að lesa þær á prenti :O)
Rebbý, 21.5.2009 kl. 14:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.