Minning

Nú er ég búin að vera að hugsa um móðurfólkið mitt.  Þvílíkur hópur af fólki.  Allt meira og minna öðruvísi en fólk er flest held ég.  Stórkostlegir persónuleikar.  Léttlynt og kátt fólk sem hefur gaman af glensi og leikaraskap.  Ég er viss um að meirihluti þeirra hefði sómað sér vel á fjölum Þjóðleikhúsins.  Mamma mín samt mest af öllum.
En eins og fylgir svona fólki er þau líka upp til hópa þunglynd og önug.  Sveiflast til og frá eins strá í vindi.  Dramatísk. Fyndin. Þvermóðskufull. Grínarar.  Og þegar maður leyfir huganum að hvarfla svona aftur á við get ég ekki neitað því að ég sakna þeirra stundum.  Svona eins og við vorum þegar við bjuggum í Hveragerði, áður en allir fóru í allar áttir og fjölskyldan leystist upp. 
En það er líka annað.  Ég sé að ég er ósköp lík þeim í háttarlagi líka.  Minni stundum á mömmu mína eins og hún var áður en hún tapaði sjálfri sér í fíkninni.  Einhvers staðar hlaut ég að hafa fengið dramatíkina og kjánaskapinn! 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ertu ekki að gleyma að þú ert líka stórkostlegur persónuleiki, léttlynd og kát?  held að þú sért líkari þeim en þú heldur

Snjóka (IP-tala skráð) 17.5.2009 kl. 15:49

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þú ert á allan hátt frábær persónuleiki. Býrð líklega yfir því bezta sem móðurfólkið þitt hefur að bjóða

Hrönn Sigurðardóttir, 17.5.2009 kl. 18:49

3 Smámynd: Rebbý

finnst sorglegt hvað ég man lítið eftir stundunum sem við áttu með mömmu þinni en man samt að mér fannst alltaf gaman að koma í heimsókn til ykkar og þá var mikið hlegið bæði að okkur og með okkur :O)

fannst samt best hvað hún tók því vel þegar ég komast að því aðeins of seint að þið skiptuð um svefnherbergi og ég vakti hana um miðja nótt í staðin fyrir þig

Rebbý, 17.5.2009 kl. 19:48

4 Smámynd: Einar Indriðason

... vakti hana um ... miðja nótt?  Hmm.... þetta gæti þurft útskýringar við?

Annars ertu að standa þig ágætlega, sýnist mér.  Haltu áfram að vera þú :-)

(Og pistlar af mismunandi uppákomum eru algjör nauðsyn :-)

Einar Indriðason, 18.5.2009 kl. 08:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband