Súrt og sterkt!

“Ohhhhhh... ég fæ súrt í hálsinn...”, emjar prinsin og grípur um hálsinn á dramatískan hátt og rekur útúr sér tunguna.  “Ohhhhhh”
Ég lít á heimasætun og hún á mig. Svo segjum við samtaka: “Sterkt! Þetta er sterkt ekki súrt!”
Það er alveg sama hvað við segjum þetta oft.  Prinsinn getur bara ekki lært þetta.  Hann kallar alltaf það sem er súrt sterkt og það sem er sterkt súrt. 
Það hjálpar ekki til að hann getur verið mjög dramatískur og leikrænn. Og er því mjög oft með leikræna tilburði og áhersluhljóð.  Frekar óhentugt til dæmis á veitingarstöðum.
Þessi dramatík og leikrænu tilburði hefur hann úr móðurfjölskyldunni.  Þar er varla þverfótað fyrir leikurum.  Sko, enginn er lærður leikari.  En engu að síður allir dramatískir gamanleikarar.  Með svipbrigði, áherslur, dramatískar innkomur, enn dramatískari útgöngur. 
Stundum horfi ég á prinsinn sem hefur varla nokkurn tíman séð neinn í fjölskyldunni er samt svo líkur þeim að vissu leiti.  Svo andvarpa ég og segi enn og aftur: “Þetta er sterkt! Ekki súrt!”

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband