7.5.2009 | 08:24
Týnd
Ég er týnd í sjálfri mér þessa dagana. Ekki bara ég. Líffræðingurinn er líka týndur. Við erum með ótal minnismiða um allt, auk þess sem við erum með fullt í kollinum á okkur sem við ætlum að muna, þurfum að gera, má ekki gleyma. Svo ég tali ekki um allt sem er í tölvupóstinum okkar. Muna. Muna. Ekki gleyma.
Svo snúumst við um okkur sjálf. "Heyrðu.. við megum ekki gleyma þessu....", styn ég upp með vonleysi í röddinni. Líffræðingurinn svarar með: "Nei! Og við verðum líka að muna eftir hinu". Dagarnir líða hratt við að reyna að muna allt sem við megum ekki gleyma.
Á meðan býr kvíðahnúturinn um sig í maganum og virðist bara vaxa og dafna. Kjöraðstæður fyrir kvíðahnút er semsagt mallakútar á yfirstressuðu fólki sem er sannfært um að það sé að gleyma einhverju alveg lykilatriði.
Ég hangi í símanum og tala við eyjamanninn sem reynir sitt allra allra besta að leggja fyrir mig erfiðar og flóknar spurningar sem krefjast þess að ég rifji upp allt sem ég veit um gamalt og flókið tölvukerfi sem ég hef að sjálfsögðu ekki fyrir framan mig (það er svo mikið meira gaman að reyna að muna "blindandi"). "Liður 10 er kannski of flókinn núna", segir hann og hlær þegar hann er að reyna að pumpa mig klukkan hálf sex að kvöldi eftir langan og strembinn dag: "Snúum okkur í lið 14". Ég verð agalega glöð að fresta lið 10 og helli mér útí samræður um liði 14, 15 og ég veit ekki hvað.
Svo kem ég heim á kvöldin, allt of seint, og þar eru líka hundrað hlutir sem þarf að framkvæma og gera... og muna. Minnið þegar yfirfullt svo flæðir útúr. Þegar ég er orðin alveg rugluð sest ég á sófann og góni á eitthvað alveg heilalaust í sjónvarpinu. Það er uppáhalds stundirnar mínar þessa dagana. Bara týnda ég og heilalausa sjónvarpið mitt.
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
Þær eru líka algerlega nauðsynlegar á svona dögum - þessar stundir með sjálfum sér og heilalausum sjónvörpum
Hrönn Sigurðardóttir, 7.5.2009 kl. 09:45
Já, algjörlega nauðsynlegt stundum, bara að hlamma sér í sófann, og kveikja á einhverju ... Þess vegna stillimyndinni.....
Einar Indriðason, 7.5.2009 kl. 09:53
bara ekki týnast í alvörunni næstu tvær vikurnar
Rebbý, 7.5.2009 kl. 19:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.