Ferskara en ferskt

"Vá, voru þjónar?", spurði prinsinn úr aftursætinu. Ég jánkaði, jú, jú, við sáum einhverja þjóna um helgina. "Var hann með brúnt hár?", hélt prinsinn áfram. Ég lagði mig fram við að svara spurningum forvitna prinsins. Hann vildi vita allt um ferðalagið sem ég var að koma úr.

Vinnan mín fór árshátíðarferð um helgina. Við héldum á Stykkishólm á föstudaginn og erum búin að bralla heilmikið síðan þá. Á laugardaginn fórum við dásamlega siglingu um breiðafjörðinn. Það kom skemmtilega á óvart að sjóveikin sem ég beið eftir kom aldrei. Ég kom mér fyrir fremst við hliðina á trillukarlinum og hlustaði á hann útskýra fyrir mér hluta af skipinu. Við góndum á fugla og eyjar og spáðum í straumnum.

Hápunkturinn á siglingunni var þegar við fórum að "veiða"... sko einmitt, við veiddum auðvitað ekki neitt en starfsmenn á bátnum veiddu fyrir okkur allskonar skemmtileg heit. Við biðum spennt við borðið og kölluðum að kátínu þegar allskonar sjávarfang og lífverur birtust.

Við skoðuðum krabbana áður en við slepptum þeim aftur í sjóinn. Héldum á krossfiskum. Og svo fengum við að smakka. Mmmmmm. Spriklandi fiskur úr hörpuskel rann beint úr skelinni uppí munn og ofan í maga. Hrognin fylgdu svo á eftir og saman var þetta ofurferska hráefni með sterkum sjávarkeim og léttu saltbragði. Ég stillti mér upp við hliðina á manninum sem var að verka svo ég ætti nú örugglega greiðan aðgang að gómsætinu.

Skyndilega var boðið uppá nýjan rétt. Ég reyndi að sleppa að horfa þegar ígulkerin voru rist upp en fljót að rétta fram lófann til að fá smakk. Nammi namm. Ígulkerahrogn eru nýja uppáhaldið mitt. Sæt og skemmtileg í munni. Ég barðist við löngunina um að klappa saman lófum en hvatti í staðin Rebbý áfram í smökkuninni. Hún tók stórkostlegum framförum! Konan sem borðaði ekki Sushi fyrir viku síðan var núna farin að borða hráan fisk og hrofn beint úr skel, frábært!

Það voru þreyttir og glaðir ferðafélagar sem trítluðu frá borði á laugardagseftirmiðdegi. Við lögðum af stað í átt að hótelinu. Eyjamaðurinn slóst í för með mér og Rebbý. Líffræðingurinn trítlaði líka með okkur og spilaði á harmonikkuna. Úr varð okkar eigin litla skrúðganga í gegnum Stykkishólm þar sem við marseruðum í fremst með harmonikkuspilandi líffræðinginn á hælunum. Svona stundir eru ómetanlegar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

ó já .... þetta var ferskasti fiskur sem ég hef smakkað og varð ekkert meint af og varð heldur ekkert meint af göngunni/valssporunum sem farin voru neðan af bryggju upp á hótel með líffræðingnum og Eyjamanninum ... flott helgi að baki ... búin að finna drykkinn minn?

Rebbý, 3.5.2009 kl. 18:38

2 identicon

Þetta var alveg frábær helgi !!

Bibba (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 18:41

3 Smámynd: Sigrún Óskars

Sigrún Óskars, 3.5.2009 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband