29.4.2009 | 22:32
Ég er með markmið
Ég vaknaði og fann strax að það var eitthvað að. Eitthvað öðruvísi en það átti að vera. Ég leit á klukkuna. Nei, á þessum tíma á maður að vera í fasta svefni. En þarna lá ég glaðvakandi á milli þrjú og fjögur um nótt. Og ekki nóg með það að ég var vakandi á þessum ókristilega tíma heldur var ég líka stífluð og illt í hálsinum.
Ég reyndi að sofna. Prófaði að bylta mér í rúminu. Ekkert gekk. Endaði með að fara á fætur, kíkja aðeins á sjónvarpið. Ég fann þreytuna aukast og skreið aftur uppí rúm. Ahhh, hvað það yrði gott að sofna. Ég ætlaði að einbeita mér að því að losna við bévítans kvefið enda enginn tími fyrir það útaf öllu sem stendur til.
Ég steinsofnaði og dreymdi voðalega fallega drauma. Að sofa er þvílíkur lúxus. Skyndilega virtist heimurinn hrynja og vaknaði upp við stökkvandi kött. Kjánakisan mín ákvað að þetta væri prýðilegt tækifæri til að æfa stökk. Ofan af hillu. Ofan af hárri hillu. Með mig sem lendingarpall. Það er ekkert grín að fá hoppandi kött ofan úr hárri hæð ofan á sig. Ég settist upp með andköfum og nuddaði auman fótlegg sem hafði fengið að kenna hressilega á klómun á kjánakettinum.
Ég bölvaði og lagðist útaf aftur. Einbeitti mér að því að sofna aftur. Þetta var ekkert grín. Maður á sofa á nóttunni. Ekki fá ótímabært kvef eða stökkvandi ketti. Loksins miskunaði svefninn sig yfir mig. Draumarnir vour nú ekki eins ljúfir og góðir, en langt frá því að vera martröð. Ég fann þreytuna líða í burtu og hlakkaði til að sofa fram á morgun.
En hvað nú? Af öllum nóttum ársins valdi prinsinn þessa nótt til að lenda í slysi. Uppí mínu rúmi! Af öllum nóttum. Ég hrökk upp þegar bleytan breiddi úr sér. Stökk fram úr rúminu og tosaði í steinsofandi prins. Of seint. Ekkert annað að gera en að fara að standa í allskonar tilfæringum með rúmið og drífa okkur prinsinn í sturtu. Ég gat allavega ekki kvartað undan að þetta væri viðburðarsnauð nótt.
Loksins voru allir orðnir hreinir og fínir og búið að gera viðkomandi ráðstafanir. Hægt að leggjast aftur til hvílu. Reyna að ná klukkutíma svefni í viðbót. Ég bylti mér. Ég snéri mér. Hvar var svefninn eiginlega núna? Eftir það sem mér fannst óratími skreið hann óvænt inn. Og draumarnir fylgdu með. Erfiðar og dimmar draumfarir. Ekkert líkt skemmtilegu draumur fyrri hluta nætur.
Ég var svo ekki tilbúin til að takast á við lífið þegar ég vaknaði við klukkuna og dreif prinsinn á fætur. Druslaðist í vinnuna en varð að játa mig sigraða. Ákvæð að vera skynsöm, stimplaði mig út, skráði mig veika og dreif mig heim í svona "power" veikindadag. Semsagt heim og svaf í tvo tíma áður en ég stökk í vinnuna til að taka þátt í álagstesti aldarinnar.
Nú sit ég undir teppi ákveðin að láta kvefpestina hverfa í nótt svo ég verði betri en ný á morgun... og ég ætla að sofa í alla nótt... í einum rykk...
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
"power veik"? Sko... þú afsakar vonandi þó ég skipti mér af... (eina ferðina enn) ... En, þegar fólk er slappt og veikt... þá þýðir það ekki að það fari heim, leggi sig í 2 tíma, og taki svo þátt í álagsprófunum!
Hvað var þetta með að ná amk tveim batterí-súlum?
En... samt... ég get ekki komið með svona tuð, án þess að segja líka: Láttu þér batna!
Einar Indriðason, 30.4.2009 kl. 01:03
púff..... ömurlegar svona nætur! Vona að þú hafir sofið vel og náð að hvíla þig í nótt.
Hrönn Sigurðardóttir, 30.4.2009 kl. 06:36
Svakalegur töffari ertu, að geta verið power veik og svo búið! ... eða þannig
Þú ert frábær og vonandi ertu núna power frísk! Finnst þú alveg eiga það skilið
Guðrún Þorleifs, 30.4.2009 kl. 18:33
Þú varst nú bara alveg merkilega hress í dag miðað við hvað þú varst búin að sofa lítið
Bibba (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 23:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.