28.4.2009 | 21:15
Allt í einu
Ég er ekki alveg að skilja þessa kreppu. Neibb. Einhvern veginn er alveg brjálað að gera hjá mér. Bara brjálað. Það er svona "allt í einu" ástand. Það er þanng að ég á að vera að vinna í öllum verkefnum mínum í einu og helst klára þau öll í einu. Agalega mikið at. Dagarnir þjóta hjá og þegar ég sit eftir eins og keyrt hafi verið yfir mig skil ég ekki í hvað allur dagurinn fór.
Vissulega er mikið að gera í símtölum. Ég er að reyna að halda allskonar "boltum" á lofti sem þýðir að spjalla við forritara út um allt land og vinna með þeim að úrlausnum. Ekki leiðinlegt að spjalla við alla þessa skemmtilega stráka, oft á dag jafnvel. Svo er ég að bögglast í samskiptum við viðskiptavini, allt að gerast á þeim vígstöðvum. Hringja og spjalla og tékka... Og tollstjórinn er líka í essinu sínu þessa dagana og þarfnast athygli. Ekki leiðinlegt heldur.
Ofan á þetta er ég að rembast við að ráðgjafast. Á fundum að láta ljós mitt skína. Greina og skrifa skýrslur. Og svona ráðgjafatala við hina ráðgjafana... það er sko eitthvað sem forritarar skilja ekki. Og áður en ég veit af er klukkan orðin hálf sjö og líffræðingurinn stappar niður fótunum og heimtar að ég hætti að vinna.
Síðustu mánuði hef ég smá saman verið að færa mig til í vinnunni, alveg óvart reyndar. Frá því að vera frábær forritari yfir í að vera ráðalaus ráðgjafi. Og það er sko bara snúnara en það leit út fyrir að vera að rembast við ráðgjafastarfið. Núna horfi ég með söknuði um öxl til þess tíma þegar ég fékk að forrita. Og ég held barasta að stefnan verði sett á það aftur... jebb, best að nota næstu mánuði til að reyna að færa mig aftur um sess...
En þanngað til... mikið svakalega er gaman að ráðgjafast í öllu þessu sem stendur til núna... og mikið svakalega verður gott þegar það verður rólegra... bráðum...
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
þú kannt bara ekki að taka því rólega Vilma mín ... ánægð með líffræðinginn að reka þig heim reglulega
Rebbý, 28.4.2009 kl. 23:12
"þegar það verður rólegra" ? Það mun ekki gerast.....
Einar Indriðason, 29.4.2009 kl. 00:01
Þú gætir náttúrulega prófað að syngja í mismunandi útsetningum uppáhaldslögin þín, fyrir viðskiptavinina, ef þú verður algjörlega ráðalaus.....
Hrönn Sigurðardóttir, 29.4.2009 kl. 22:00
He, he, það kemur fyrir að ég flyt Daloon lagið... það vekur alltaf kátínu þegar ég geri það hjá innflytjandanum sem verður alltaf jafn ánægður með mig.
Vilma Kristín , 29.4.2009 kl. 22:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.