Sjálfhelda

"Uhhhh.... ohhhh....", stundi ég og gerð heiðarlega tilraun til að snúa mér við. Þetta var allt annað en þokkafullt. Allt annað. Hvað í andskotanum var ég búin að koma mér útí. "Í alvörunni.... er einhverjum sem finnst þetta gaman?", hugsaði ég og gerði örvæntingarfulla lokatilraun til að losa mig úr sjálfheldunni. Flllluuuuuuupppppp.... og skyndilega slapp ég úr prísundunni. Hjúkk, þarna slapp ég frá því verða mér endanlega til skammar.

Hálf móð eftir æfingarnar og átökin teygði ég mig eftir næstu þraut. Ég andvarpaði og byrjaði svo slaginn. Ég heyrði Rebbý flissa þar sem stóð og ég þakkaði mínum sæla fyrir að hún varð ekki vitni af aðförunum. "Það er fyndið að heyra hljóðin", tísti hún þegar ég bölsótasðist og stundi upp að þetta kynni ég ekki.

Við vorum semsagt í árlegum leiðangri að kaupa kjól fyrir árshátíðina. Þetta er ekki uppáhaldið mitt. Sko það að kaupa kjól. Það þýðir að maður þarf að þramma búð úr búð. Og það sem verst er, maður þarf að máta alveg heilan helling af flíkum sem ég hef bara ekki skilning á. Engan veginn. Sem betur fer hef ég Rebbý með mér sem er ótrúlega þolinmóð að aðstoða við að finna mögulega kjóla og aðstoða mig þegar ég festi mig. Umfram allt er hún duglega að aðstoða við rennilása. Sem er apparat sem vill ekki þýðast mig.

Og þarna þvældumst við búð úr búð. Ég eyddi meiri hluta tímans á nærfötunum inní pínulitlum klefa í annarlegum stellingum. Að tosa eitthvað yfir höfuðið. Að hysja eitthvað upp um mig. Að draga niður pils. Að tosa á rétta staði. Að teygja mig eftir bjánalegu rennilásunum.

"Þú mátt renna núna...", andvarpaði ég og dró tjaldið frá. Og Rebbý spratt á fætur og renndi upp. Ég snéri mér í hring. Vóg og mat stöðuna. Nógu síður? Of síður? Góður litur? Gott snið? Hmmmmmm.... "Þú mátt renna núna.."... og Rebbý spratt á fætur og renndi niður.

Ótrúlegt en satt þá endaði ég með að eiga í vandræðum með að velja á milli tveggja kandídata. Og nú er bara allt tilbúið. Bara fínt. Og ég varð mér ekki opinberlega til skammar. Og það þurfti ekki að sækja skæri og klippa neitt utan af mér. Og mér tókst næstum alltaf að losa mig sjálf... næstum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

næstum því alltaf sem þú náðir að losa þig, en ekki alveg alltaf .... og án þess að verða þér til skammar opinberlega - þú sást ekki hina viðskiptavinina sem horfðu á mig vorkunnaraugum þar sem ég sat og söng með þér eða svaraði hinum furðulegustu fyrirspurnum um hvernig pils geta fests á hausnum á þér

Rebbý, 25.4.2009 kl. 21:24

2 Smámynd: Einar Indriðason

Ehumm.... Eina ferðina enn... koma lýsingar... sem svona nánast hrópa á okkur lesendur:  "Heimtið myndavélar með, og heimtið myndir!"

Ég er að (reyna að) sjá þetta fyrir mér.... ég er nokkuð viss um að það sem ég sé fyrir mér... er ekki nálægt raunveruleikanum......

Einar Indriðason, 26.4.2009 kl. 10:03

3 Smámynd: Sigrún Óskars

úff hvað ég skil þig - það er ekkert skemmtilegt að fara og máta og máta. Heppin ertu að hafa Rebbý með þér - það er ómissandi - annars eru einhverjar afgreiðslukonur sem segja; þetta fer þér mjög vel - og maður getur ekki treyst því.

Eigðu góðan sunnudag

Sigrún Óskars, 26.4.2009 kl. 10:36

4 identicon

Hlakka til að sjá útkomuna :)

Bibba (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 20:26

5 identicon

Ég er nú aðallega að pæla í því hvernig kjól þú verður í á næsta ári  en hlakka til að sjá þennan

Snjóka (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 22:04

6 Smámynd: Vilma Kristín

He, he... já Snjóka! Kjóllinn á næsta ári verður málið!

Vilma Kristín , 27.4.2009 kl. 22:34

7 Smámynd: Rebbý

skulum nú fyrst sýna þennan áður en þú ferð að plana næsta ... er ennþá þreytt eftir búðarrápið endalausa þrátt fyrir gott gengi

Rebbý, 28.4.2009 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband