24.4.2009 | 23:52
Afi gamli.
"Mamma...", sagði prinsinn þar sem hann stóð á miðju stofugólfinu og sparkaði blöðru til og frá. "Já", svaraði ég. "Mamma, þú átt ennþá pabba á lífi?", hélt prinsinn þá áfram. "Já, já", svara ég og velti fyrir mér hvað hann sé að spá núna drengurinn. "Áttu pabba á lífi? Það er geggjað skrítið", tístir í honum og eitt augnablik finnst mér eins og hann sé að komast á gelgjuna. "Af hverju er það skrítið?", spyr ég. "Af því hann er þá geggjað mikið gamall!", svarar hann með svona pínulítið hortugum tón og heldur svo áfram: "Hvað er hann gamall?" Ég hugsa mig um andartak: "60 ára" "60 ára!", æpir gelgjulegi prinsinn: "Vá!"
Og skyndilega fann ég að mér finnst ég ekkert vera gömul lengur. Og mér finnst pabbi minn ekkert gamall heldur. Bara alls ekki. Ég á bara ungan pabba. Og ef mamma mín væri á lífi væri hún líka enn yngri. En þetta segir kannski svolítið um það hvað prinsinn umgengst lítið eldra fólk. Í hans augum er það ótrúleg staðreynd að hann eigi afa sem hafi náð þessum ótrúlega aldri.
Annars er hann mikið að spá í kvöld blessaður. "Hvað er amma mín gömul?", spyr hann eftir dágóða stund og sættir sig við aldurinn hennnar. "Hvað voru mamma þín og pabbi gömul þegar þau giftust?", hann hallar undir flatt og ég skil ekkert hvað er að gerast í þessum fallega litla kolli. "Þau giftust aldrei", svara ég. Aumingja prinsinn sem er með brúðkaup á heilanum og kemur svo úr svona syndafjölskyldu.
"Afhverju voru mamma þín og pabbi aldrei gift?" "Afþví þeim langaði það ekki...", styn ég og er dauðhrædd um að það sé verið að leiða mig í gildru. "En voru þau samt ástfangin?", spyr hann og er greinilega að reyna að ná áttum. "Kannski smá.. í stutta stund....", svara ég og vona að ég sé komin úr kastljósinu.
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
það er svo skemmtilegt hvað börnin geta verið að spá - þau verða stundum svolítið gáfuleg
Skemmtilegur prins sem þú átt.
Er pabbi þinn í alvörunni svona gamall? Nei bara grín
Sigrún Óskars, 25.4.2009 kl. 00:15
Ætli hann sé farinn að ókyrrast að bíða eftir að komast á giftingaraldurinn, drengurinn ?
:)
Bibba (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 18:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.