23.4.2009 | 23:01
Sumardagurinn fyrsti
Ég stóð og horfði á. Naut stundarinnar. Skyndilega flaug annar kjuðinn úr hönd trommuleikarans. Án þess að missa takt hélt hann áfram að slá trommurnar með einum kjuða á meðan hann hló. Eiginlega var hann í hláturskasti en hélt samt áfram. Túbuleikari greip tækifærið þegar færi gafst og beygði sig eftir kjuðanum og rétti hann til hins hlæjandi trommuleikara.
Regnið kastaðist af trommusettinu. Saxófón leikarinn virtist ekki sjá á nótnastatífið enda rann regnvatnið niður andlit hans. Ég stóð í hópi fólks og fylgdist spennt með þessari einbeittu lúðrasveit sem ætlaði sko ekki að láta verðrið stoppa sig í tónleikahaldi.
Hálftíma áður höfðum við, ég og prinsinn, stillt okkur upp fyrir aftan lúðrasveitina. Tilbúin í skrúðgöngu. Eins og við gerum alltaf á sumardaginn fyrsta. Við vorum í sólskinsskapi þó að það rigndi. Og rigndi. Og rigndi. Á tímabili áttu skátarnir fremst í smá erfiðleikum með að komast áfram með fánanna. En íslenski skátar láta veður ekki stoppa sig (ekki frekar en íslenskar lúðrasveitir) svo þeir settu undir sig höfuðið og börðust áfram uppí veðrið.
Og þarna þrömmuðum við. Í skrúðgöngu. Blautri skrúðgöngu. Og ótrúlegt en satt þá var bara ágætist mæting í skrúðgönguna. Þegar á hátíðarsvæið svar komið tóku við gegnsósa hoppukastalar, svo blautir að það voru engar biðraðir að komast í þá. Og tónleikar með hinni rennandi blautu en ákveðnu lúðrasveit.
Ég fann að vatnið var farið að seitla innum alla sauma. Og vatnið streið upp fótleggina á mér. En ég þurfti þó allavega ekki að vera að spila á klarinettið mitt í leiðinni. Þakklát fyrir það druslaðist ég hundblaut heim á leið.
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
Mæli með heitu kakói og rúnstykki heima, eftir svona ævintýri. Ekki láta ykkur verða kalt.
Einar Indriðason, 24.4.2009 kl. 11:37
Þetta kalla ég dugnað að mæta í skrúðgöngu í svona rigningu - ertu kannski skáti?
Gleðilegt sumar
Sigrún Óskars, 24.4.2009 kl. 16:40
hvernig væri nú næst þegar líffræðingnum dettur í hug að spila á harmonikkuna að taka bara undir á klarínettið? allavega held ég að ég hafi bara aldrei heyrt þig spila
Rebbý, 24.4.2009 kl. 18:47
Hehe... nei, Sigrún ég var rekin úr skátunum þegar ég var 10 ára. Hins vegar "fattaði" ég þessar skrúðgöngur fyrir nokkrum árum síðan og læt mig sko ekki vanta... snjór... rigning... við mætum :)
Rebbý... kannsti ætti ég að dusta rykið af klarinettunni... gæti virkað sem pynting til baka á líffræðinginn!
Vilma Kristín , 24.4.2009 kl. 19:06
Usss. Mínar alverstu minningar eru um skrúðgöngurnar á sumardaginn fyrsta. Það var alltaf kallt og hvasst og maður var alltaf dressaður upp í sumarkjól og svo skalf maður í skrúðgöngu um allan bæ og taldi sér trú um að það væri gaman af því að það átti að vera gaman.
Bibba (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 23:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.