20.4.2009 | 22:09
Regluhorn líffræðingsins
Það er smá ástand í herberginu mínu í vinnunni þessa dagana. Jebb. Annars er þetta venjulega skemmtilegt og líflegt herbergi. Held að ég sé svo heppin að hafa bestu herbergisfélagana. Allavega herbergisfélaga sem passa mér mjög vel. Venjulega. En núna er ástand.
Sko í "stjörnuherberginu" fær fólk venjulega að tjá sig. Frjálslega. Svona nokkuð allavega. Og það geri ég. Daglega. Ok, ég er fyrst að viðurkenna það að ég er kannski ekki besti söngvari í heimi en ég er allavega voðalega innileg. Ég syng þegar ég er leið. Ég syng þegar ég er glöð. Ég syng þegar ég er stressuð. Og yfirleitt án þess að taka eftir því.
Og lagavalið? Lagavalið er svona úr öllum áttum. Daloon lagið fræga er þó efst á vinsældarlistanum og það er það lag sem ég raula oftast þegar ég brest í ósjálfráðan söng. Því til stuðnings á ég til að syngja lag Kamillu úr Kardímommubænum. Ég veit. Frumlegt. Mér finnst það líka.
Herbergisfélagarnir virðast hins vegar ekki kunna gott að meta. Líffræðingurinn setur upp skeifu. Hann notar allt sem honum dettur í hug til að fá mig til að hætta. Glerlistakonan styður hann. Stendur þétt við bak hans þegar hann reynir að þvinga mig til að hætta að syngja hið sívinsæla Daloon lag. Þau reyndu að setja á sektargreiðslur... sem ég innti ánægð af hendi og hélt svo áfram að syngja. Jebb, ég get ekki sagt að glerlistakonan og líffræðingurinn séu aðdáendur.
Og núna er komið alveg nýtt. Líffræðingurinn er búinn að skipa sig reglugerðarmann herbergisins. Til þess hefur hann dröslað inn auglýsingastandi. Þið vitið, svona standi á fæti sem hægt er að setja auglýsingu á þannig að hún blasir við. Á auglýsingastandinum... regluhorni líffræðingsins... stendur ein regla. Það er herbergisreglan. Bannað að syngja.
Ég reyni að hemja mig. Gleymi mér stundum og biðst þá innilega afsökunnar á því að brjóta "regluna"... þessa heilögu reglu sem er beint bara að mér. Ég get ekki neitað því að ég er frekar sár. Eða á ég að vera upp með mér?
Um daginn stóð ég líffræðinginn hins vegar að því að reyna að stela öðrum auglýsingastandi. Væntanlega til að setja upp aðra reglu. Ég sendi honum hvasst augnaráð og hann lagði standinn frá sér samstundis. Ég meina, það eru nú mörk fyrir því hvað maður þolir margar reglur.
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
finnst nú endilega ég hafa heyrt af því að líffræðingurinn spili ekki bara svona líka rómantískt fyrir unglingana þína óvart heldur hafi einhvern tíman sungið hástöfum í einhverju hófinu ... gerir hann það aldrei í vinnunni? þá gildir sko reglan ekki bara gagnvart þér heldur honum líka ... sé ekki glerlistakonuna fyrir mér fara að syngja en maður veit þó aldrei.
Rebbý, 20.4.2009 kl. 23:16
heyrðu, ætla að senda ítrekun á brósa ... mannst hverju hann átti að reyna að redda
Rebbý, 20.4.2009 kl. 23:16
Endilega Rebbý! Ég man sko hverju hann átti að redda og ég býð spennt!
Vilma Kristín , 21.4.2009 kl. 10:37
Þið Tjörvi ættuð að vera saman í herbergi. Þið gætuð þá sungið hvort fyrir annað :)
Bibba (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 19:48
úff búið að snúa öllu við hjá brósa og hans vinnufélögum en ekkert finnst, en núna er leitin komin yfir í annað húsnæði og vonandi finnst eitthvað þar ... þú færð fréttirnar eins fljótt og þær berast
Rebbý, 21.4.2009 kl. 19:56
Og svo eru þau auðvitað að flytja... allt á rúfi og stúfi... vonandi finnst þetta!
Vilma Kristín , 21.4.2009 kl. 20:57
Haha ég hló upphátt.....ég skil ekki afhverju mér hefur ekki dottið eithvað svipað í hug þessa daga mína í heimsókn Vilma :)
Heimalingur (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 16:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.