18.4.2009 | 10:38
Pikksaddur prins
"Takk fyrir mig! Ég er pikksaddur..", tilkynnti prinsinn þegar hann stóð upp frá morgunverðarborðinu. Hann er sjúkur í hafragraut þessa dagana, eins og húsmóðurin, svo dagurinn byrjar ekki fyrr en við erum búin að útbúa slíka máltíð. Prinsinn fann alveg sjálfur upp orðið "Pikksaddur". Hann hafði heyrt og notað pikkfastur og yfirfærði þetta yfir á vera saddur... alveg svakalega saddur. Nokkuð gott hjá honum. Með þessu áframhaldi á drengurinn sko alveg eftir að passa við mig og heimasætuna.
"Ég... og... uhhhh.... þú veist.... sjúúúúmmmmm....", sagði ég og notaði hendurnar til að útskýra fyrir unglingunum hvað ég átti við. Sætukoppur hló og hristi hausinn. Ég prófaði hin ýmsu orð áður en ég fann það rétta og gat haldið áfram með söguna. "Ég elska hvernig þig talið saman...", sagði sætukoppur og hermdi eftir mér.
Við heimasætan virðumst báðar vera haldnar þeim sjúkdóm að við eigum oft erfitt með að finna rétta orðið. Eins og orðin finni ekki leið að munninum. Við vitum alveg hvað við ætlum að segja en rétta orðið lætur aðeins bíða eftir sér.
Þetta skapar engin vandamál hér heima. Hér heima sleppum við bara orðum ef þannig liggur á okkur. "Mamma, hvar er shikkú shikkú?", spyr heimasætan og ég svara: "Æ, þarna hjá shhhinnnng..." "Þið og orðaforðinn ykkar!", stynur sætukoppur. Hann er þó allur að koma til drengurinn. "Hey, ég skyldi þetta...", æpir hann kannski allt í einu þegar hann nær merkingu á einhverju hljóði.
Reyndar er þetta eitthvað sem kemur bara alveg að sjálfu sér. Ekkert skipulagt. Og það sem flækir málið fyrir utanað komandi er að sama hljóðið getur þýtt margt. Það þarf að skoða það í sambandi við tóntegund og líkamstjáningu. Sjúp er því alls ekki það sama og sjúúpp...
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
ohhh I know it's not the same
aldeilis búin að fylgjast með þessu líka og þegar ég hef lent í vandræðum með að muna orð þá misskilur þú mig alltaf og sendir mig á vitlausan stað eftir hlutnum ... leikræn tjáning verður að vera betri með sjúppunum og shissunum svo utanaðkomandi nái þessu
Rebbý, 18.4.2009 kl. 11:43
minn maður býr til orð sem festast í orðaforða heimilisins. Börnin héldu t.d. að það væri eðlilegt að fá sér "morgara" og að fólk talaði almennt um morgunmat sem morgara.
Sigrún Óskars, 18.4.2009 kl. 16:53
"morgari" er mjög skiljanlegt. Samblanda af "mogganum" og "borgara"... semsagt... Hamborgari-sem-er-borðaður-á-morgnana.....
Einar Indriðason, 19.4.2009 kl. 10:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.