Staðbundin... eða ekki...

Ég er alltaf að reyna að segja vinum mínum og kunningjum að vinnan mín sé í alvörunni spennandi og skemmtileg. í alvörunni. Ég vinn reyndar við þjónusta viðskiptahugbúnað. Þið vitið, stundum er ég ráðgjafi og reyni að ráðleggja notendum um notkun. Stundum er ég forritari og forrita allskonar krúsidúllur inní hugbúnaðinn. Þetta hljómar kannski ekki spennandi. Ég meina, ég er ekki að forrita einhverja flotta leiki eða að finna upp nýja tækni. En þetta er samt skemmtilegt.

Ég sá hinsvegar í dag að maður hættir að taka eftir ýmsu þegar maður flækist um óravíddir fjárhagsbókhalds allan liðlangan daginn. Í dag var ég að grúska í kerfi sem ég hef þjónustað í 10 ár. Við hliðina á mér sat kollegi minn. Hann starði stórum augum á skjáinn, fylgdist spenntur með enda allt nýtt og spennandi hjá honum.

"Hvað er þetta?", spurði hann forviða og benti á sakleysislegan hnapp sem var útí horni. Ég gjóaði augunum á hann. Staldraði svo við. Ég hefði nú svo sem séð þennan hnapp þúsund sinnum áður. En allt í einu, þar sem "nýliðinn" benti mér á hann fékk hann alveg nýja meiningu og varð allt í einu pínulítið... pínulítið dónalegur... og þó ekki.

"Staðbundin tól" stóð þarna á hnappnum og æpti á mig. Kollegi minn benti enn á skjáinn og horfði á mig með eftirvæntingu. Beið spenntur eftir svari. "Ja...", svaraði ég: "staðbundin tól.... sko...." Ég glotti við og hélt svo áfram: "Staðbundin tól... það er nú það... hvað heldur þú?" Í raun er þetta hinn saklausasti hnappur...

En ef maður spáir í þessu þá er þetta nú bara nokkuð pent orðasamband yfir ákveðinn líkamspart. Er það ekki?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Indriðason

Tja... það er jú betra að hafa "staðbundið" heldur en "flökku"-tól?  Er það ekki annars?

(þá er þetta alltaf á sama stað, sko?)

Einar Indriðason, 17.4.2009 kl. 08:34

2 Smámynd: Vilma Kristín

Ja, einmitt... "flökku-tól" gæti þá verið notað yfir svona græjur sem sumar konur eiga...  þið vitið svona staðgengill karlmanna.

Vilma Kristín , 17.4.2009 kl. 11:27

3 Smámynd: Einar Indriðason

Áhugaverð pæling... Spurning um að varpa þessari spurningu fram til þáttarins "Íslenskt mál", og sjá hvað þeir segja við þessum.... flökku-tólum.... :-)

Einar Indriðason, 17.4.2009 kl. 15:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband