13.4.2009 | 23:02
Páskabíltúr.
Við stóðum á tjarnarbakkanum og fóðruðum allt sem við náðum í. Prinsinn fóðrarði fiðurfénað. Ég fóðraði Rebbý. Ég get alveg mælt með fóðrum mannvera við tjörnina. Skemmtileg tilbreyting. Tókum páskabíltúr ársins í ár og eftir heimsókn í ísbúð í Kópavog skilaði skyndihugmynd okkur niður að tjörn. Með smá brauð í poka blönduðum við okkur í baráttuna um þá fáu fugla sem ekki voru nú þegar afvelta af áti. Páskarnir fóru vel með fuglana á tjörninni.
Áfram hélt páskabíltúrinn og önnur skyndihugmynd skilaði okkur uppí Árbæ þar sem björt bros voru lögð undir til að reyna að gabba góðlega sendibílstjórann að gera okkur greiða. Stóran greiða. Hvernig er hægt að standast svona vonarsvip og bros? Það er bara ekki. Svo áður en við vissum vorum við farnar að bera grillið hennar Rebbý sem hafði verið í vistun í Árbænum útí sendibílinn sem skilaði því heim til mín.
Fyrsta grill sumarsins (já, það er komið sumar) var tilraunagrill. Maturinn var alveg ljómandi. Alveg glimrandi. Það tók hinsvegar 3 tilraunir að elda hann. Grillsérfræðingarnir skelltu kjöti, kartöflum og grænmeti á grillið og biðu. "Þetta er örugglega tilbúið...", sagði ég og við veiddum allt af. Settumst við borðið. Ohhh. Kjötið hrátt. Aftur á grillið. Ný tækni prófuð. Allt veitt af og aftur sest við borðið. Hmmm... mætti vera aðeins meira eldað fyrir smekk heimasætunnar og húsmóðurinnar. Allt skorið í sneiðar og skellt, eldsnöggt, aftur á grillið. Útkoman var fullkomin. Ekkert minna. Svo fína páskamatarboðið okkar með heimalingnum og Rebbý fékk frábæran endi. Og nú getur grillsumarið mikla byrjað.
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
Namm grill. Held ég taki þessa hugmynd og geri að minni :)
Bibba (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 15:20
Smá hint með grill... þið getið tekið hníf og skorið aðeins upp í kjötið meðan það er enn á grillinu, og skoðað í sárið hvort það virðist vera grillað í gegn, eða hvaða litur það er sem þið viljið....
Einar Indriðason, 14.4.2009 kl. 16:56
(Ég grillaði einmitt á laugardaginn var.)
Einar Indriðason, 14.4.2009 kl. 16:57
Við spiluðum svo ekkert amríska spilið..... eigum það inni.... hvernig væri að bjóða mér í Marley kvöld, mig langar svo að grenja líka!
Hrund (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 18:50
merkilegt að ég hafi verið svöng í nautið eftir allt brauðið sem þú hentir í mig híhí
Einar, maður skemmir ekki nautið með því að skera í það ..... hendir því frekar nokkrum sinnum út og kælir kartöflurnar vel á meðan
Rebbý, 14.4.2009 kl. 21:35
Rebbý... jú, smá anga... það er allt í lagi :-)
annars má nautakjöt ekki vera of þykkt á grillinu....
Annars er þetta nú farið að hljóma eins og áskorun.... :-)
Einar Indriðason, 14.4.2009 kl. 21:52
minn kall er einmitt byrjaður að grilla - það er alltaf jafn góður þessi grillmatur. Sumarið er einhvernvegin handan við hornið þegar grillið er komið í gang.
Sigrún Óskars, 15.4.2009 kl. 12:25
jæja Einar, á að mæta niður á torg með grillin og sjá hvort okkar er betri grillari? hehehe
Rebbý, 15.4.2009 kl. 20:37
Nei, nei... ég skal alveg þiggja grillkjöt hjá þér :)
Einar Indriðason, 16.4.2009 kl. 08:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.