Ég er slök

"Ég ætla ekkert að klæða mig í dag! Ég ætla að vera innipúki!", tilkynnti prinsinn um hádegisbilið. Ég kinkaði kolli. Fínt markmið, svona útaf fyrir sig. Og svo eyddum við páskadegi í bara ekki neitt, eftir að við vorum búin að leita að eggjunum okkar í morgun. Indælt alveg hreint. Ég held að ég sé alveg að ná þessu "slappa af" dæmi. Ég er svo slök að það er bara ekki fyndið.

Annars er ég búin að sitja og skæla hálft kvöldið. Við fengum Rebbý yfir til að sýna henni Marley og ég. Ég ætlaði að vera sterk. Sterk. Sterk. Sterk. En ég brotnaði fljótt og grét fögrum tárum. Og fyrst ég var komin í gírin skellti ég "konumynd" í tækið þegar prinsinn var orðinn öruggur í draumalandi, og skældi meira. Þvílíkt ástand á mér.

Annars byrjaði dagurinn á páskaeggjaleitinni árlegu. Svo tók hver skemmtilegheitin á eftir öðru. Heitt froðubað. Bókalestur. Páskaeggjaát. Bíómyndgláp. Svefn. En á morgun kemur nýr dagur og þá er hætt við því að ég þurfi að vekja húsmóðurina úr dáinu og ýta henni út í það að gera eitthvað. Annað hvort það eða slaka bara meira á...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

En yndislegt að eyða deginum í að "slappa af". Það er bráðnauðsynlegt að gera reglulega - jafnvel tvo daga í röð.

Njóttu dagsins í dag hvort sem það verður "í dái" eða ekki

Sigrún Óskars, 13.4.2009 kl. 09:53

2 Smámynd: Rebbý

vertu áfram í dái - íbúðin lifir alveg til þriðjudags
takk fyrir sýninguna í gær, ég hefði örugglega grátið meira ef ég hefði ekki hlegið svona mikið að þér við að reyna að vera sterk, sterk, sterk.   Vilma við verðum bara að sætta okkur við það að við lifum okkur sterkt inn í bækur og bíómyndir (og meira að segja Granna) og látum vaða þegar "vinir" okkar eru í vanda

Rebbý, 13.4.2009 kl. 12:46

3 identicon

Þú ert nú meiri væluskjóðan :)

Bibba (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband