12.4.2009 | 00:55
Spilakvöld
"Sýndu spilið þitt!", skipaði ég. Kennarinn hristi höfuðið einbeitt. Kattadómarinn las leiðbeiningarnar: "It says here... every player shows their highest card!" Kennarinn hristi enn höfuðið svo einbeitt að ég hélt að það myndi detta af. "Nei, ef þið eruð með hærra spil en ég ætla ég ekki að sýna það...", sagði hún og setti í brýrnar.
Kattadómaranum fannst nóg komið, stóð upp og hætti. Vildi ekki spila þetta spil lengur. Ég var ekki á því að gefast upp. Af og frá. Viss um að ég myndi ná að sigra þrjóska kennarann. Enda var það málið á endanum. Ég malaði bæði kennarann og prinsinn. Og hefði malað kattadómarann ef hann hefði ekki staðið upp og farið.
Við vorum samt ekkert hætt. Eftir tvö Uno Spin var tekið upp alvöru spil. Monopoly. Ég verð bara að horfast í augu við það að ég er ekki peningamanneskja. Nei, um leið og spilið gengur út á viðskipti og að safna sem mestum pening er ég bara úr leik. Eða svo til. Ég náði öðru sæti í kvöld. Kennarinn hló og tísti. Ef hún hefði getað hefði hún baðað sig uppúr peningunum.
Við erum að færa út kvíarnar í spilamennskunni. Fyrr um páskana spiluðum við Rummikub, svaka gaman. Uno Spin í fyrsta skipti í kvöld áður en við reyndum aftur við Monopoly. Svo er á morgun eitthvað amerískt spil á dagskránni. Kattadómarinn ætlar að vinna.
Ég get alveg unnt honum að vinna einu sinni. Ég er nefnilega enn yfir mig hamingjusöm yfir að hafa unnið Partý og co í kræklingapartýinu með vinnunni. Sýndum þvílíka takta að annað eins hefur ekki sést... Góðir spilapáskar núna :)
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
já það er gaman að spila - mér finnst skemmtilegast að spila kana og scrabble
skemmtu þér vel yfir spilunum
Sigrún Óskars, 12.4.2009 kl. 21:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.