11.4.2009 | 12:03
Bíókvöld
Ég byrjaði að sjúga upp í nefið. Bar aðra höndina varlega að augunum og þerraði tár sem lak niður kinnina. Ég ætlaði að vera sterk. Ég ætlaði að halda aftur af mér. Ég ætlaði... Ég ætlaði...
Svo brast flóðgarðurinn sem ég hafði barist við að koma upp og ég hágrét. "Buhhuuuuuu". Ég hafði enga stjórn á mér lengur. "Nei, nei... buhuuuuhuuuu....", emjaði ég og tárin spýttust í allar áttir. Sætukoppur spratt á fætur og hljóp fram á bað. Skottaðist til baka og rétti mér pappír svo ég gæti þurrkað augun. Heimasætan setti upp skeifu, ég er ekki frá því að eitt eða tvö tár hafi lekið niður hjá henni líka. Heimalingurinn starði á mig: "Vilma, þú ert einstök..."
Við höfðum komið okkur saman í sófanum, bíókvöld. Ég og unglingarnir mínir. Áður en við byrjuðum að horfa sagði ég ákveðin að ég ætlaði sko ekki að fella tár. Það væri búið. Ekkert meir svoleiðis. Jebb, einhverjir hafa kannski giskað á það en við vorum að fara að horfa á mynd... um hund. Sama hund og ég grét yfir þegar ég las bókina. Hágrét yfir. Sama hund og ég grét yfir þegar ég sá myndina í fyrsta sinn. Þrátt fyrir fögur fyrirheit og óhemju mikla sjálfstjórn hélt ég ekki út alla myndina. Nei, ég grét o grét... og saknaði hundsins sem ég hafði aldrei átt. Merkilegt alveg.
Ég er hins vegar búin að reikna út að ég þarf bara að horfa á myndina svona 4 eða 5 sinnum í viðbót til að læknast. Ég grét heldur minna núna en síðast - þó ég hafi skilið sætukopp og heimalinginn eftir furðu lostin. Svo nú horfi ég bara á myndina einu sinni á dag og læknast af þessu. Jebb, sæki handklæði og horfi stíft.
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
Ég kannast við svona viðkæmni. ;) Góða skemmtun ;) Góða helgi ;)
Aprílrós, 11.4.2009 kl. 12:28
Innlitskvitt - ég kannast líka við svona viðkvæmni - græt yfir öllu sorglegu og líka yfir öllu fallegu.
Gleðilega páska
Sigrún Óskars, 11.4.2009 kl. 12:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.