Allt gamla fólkið

Ég skil ekki hvaðan það kom. Allt þetta gamla fólk. Gamla fólkið sem umlykur mig. Gamla fólkið sem er allt í kringum mig. Það læddist að mér, hægt og rólega. Og nú er það allt í kring, útum allt. Og sækir enn á. Ég sé það læðast að mér, skríða í áttina til mín.

Svona þar til ég varð 36 ára hafði ég bara varla komið í fertugsafmæli. Þekkti varla einhvern yfir fertugu. Allavega ekki marga. Svo síðustu tvö árin heftur afmæliboðunum rignt yfir mig. Það er eins og það sé skyndilega í tísku að verða fertugur. Eins og enginn sé maður með mönnum nema eiga afmæli. 40 ára er svo "in" að það er ekki fyndið.

Ég sit eftir hálfringluð. Ég, unglambið, er í endalausum veislum hjá öllu þessu gamla fólki. Hvaðan kom það? Hvernig kynntist ég því? Hvernig fór ég að því að kynnast svona mörgum gömlum á bara svona tveimur árum? Það hefur ekkert með það að gera að ég er að nálgast fertugt sjálf? Nei, það getur ekki verið.

Og núna virðist ég ná þremur fertugsafmælum á mánuði. Á mánuði! Ég var síðasta laugardagskvöld í sérlega skemmtilegu fertugsafmæli hjá Öddu hlaupagauk. Fyrir ekki svo löngu varð kattadómarinn fertugur og stóri bróðir minn ætlar svo að loka þrennunni og ná þessum vinsæla aldrei.

Eftir sit ég. Næ ekki að fylgja tískunni. Horfi á eftir kennaranum, hinum hobbitanum, líffræðingnum og ég veit ekki hverjum hverfa yfir yfir á fimmtugsaldurinn eins og ekkert sé sjálfsagðara... Halló? Hvað með mig? Á ég nú bara að elta gamla fólkið... reyna að ná þessum aldri og sjá hvað er svona merkilegt?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei, haltu bara áfram að vera 18
:)

Bibba (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 13:20

2 Smámynd: Rebbý

þetta gerist svo snöggt .... ég sé að ég þarf að fara að leggja í púkk fyrir afmælisveislunni minni, verð fertug eftir bara nokkrar vikur miðað við hraðann í dag

Rebbý, 7.4.2009 kl. 19:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband