5.4.2009 | 02:39
Baðdagur
Rúna malaði af ánægju, hún lyngdi aftur augunum og naut athyglinnar. Ég og prinsinn lögðum okkur öll fram við verkefnið. Já, í dag böðuðum við Rúnu. Löngu kominn tími til. Fyrst var að taka draslið úr henni. Svo sápuðum við hana hátt og lágt. Stóðum á miðju planinu, bæði vopnuð stórum svampi og svo mökuðum við sápunni. Skelltum okkur inn og þrifum innréttinguna. Brunuðum svo uppá þvottaplan til að þrífa sápuna af og skola skítinn burt.
Maðurinn á næsta stæði setti upp skelfingarsvip þegar prinsinn mundaði þvottakúsinn þannig að vatnið frussaðist í allar áttir. Hann stóð við fína fína jeppann sinn og var búinn að eyða um það bil fimm mínútum að horfa á hliðina, rýna og gá hvort einhvers staðar leyndist skítugur blettur. Á meðan var ég búin að halda aftur af prinsinum að prófa þvottakústinn. En þegar kom í ljós að maðurinn ætlaði bara að standa þarna og rýna nennti ég þessu ekki lengur og rétti prinsinum kústinn.
Sjaldan hef ég séð einhvern jafn glaðan að fá að þrífa bíl. Ekki nóg með það heldur þreif hann líka motturnar úr Rúnu. Svo byrjaði að rigna. Ég vissi reyndar aldrei hversu mikið af vatninu sem lenti á mér var rigningin og hversu mikið voru vatnsgusur frá ofturþvotti prinsins. Hvort sem var þá var þetta skemmtileg stund hjá okkur.
Prinsinn var ekki hættur og heimtaði að ryksuga bílinn líka. Svo ég stóð og horfði á meðan Rúna og prinsinn bundust tryggðarböndum þar sem hann fór mjúkum höndum um hana og ofurvarlega ryksugaði aftursætið og gólfin.
Í tilefni af þessu hefur Rúna fengið að bera fleira fólk en hún hefur borið í margar vikur. Ég, prinsinn, heimasætan, sætukoppur, heimalingurinn, Snjóka og kindabóndinn. Öll erum við búin að ferðast með henni í kvöld. Ekki öll í einu, meira svona nokkur og nokkur í einu, enda brugðum við fullorðna fólkið okkur í afmæli og unglingarnir sáu um að transporta okkur fram og til baka... já, það er pínu sniðugt að hafa aðgang að unglingi með bílpróf, ég á eftir að sakna heimalingsins þegar hann yfirgefur landið aftur.
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
:) ég sé þetta fyrir mér.... ríkisbubbinn með jeppann sinn.... svo kemur svona skvetta úr hreinu lofti........... þá þarf að þvo og þurrka jeppann aftur.....
Skemmtileg frásögn :)
Einar Indriðason, 5.4.2009 kl. 09:48
Rúna leit svakalega vel út í gær enda ekki von á öðru eftir allan þennan þvott
Snjóka, 5.4.2009 kl. 12:13
Duglegi strákurinn þinn !
Bibba (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 22:06
Hrönn Sigurðardóttir, 5.4.2009 kl. 22:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.