Fool or not...

"Tunguna er torvelt að temja" stóð á málshættinum sem kom uppúr gullegginu mínu. Eftir skemmtilegan kvöldmat með öllu genginu mínu fengum við hvert sitt litla eggið í eftirmat og þarna leyndist þessi frábæri málsháttur sem á víst uppruna sinn í biblíunnu. En svo satt... það þarf sko aga og mikla þjálfun til að temja tunguna.

Nú sit ég í sófanum með heimalinginn þétt við hliðina á mér, bara rólegt kvöld hjá okkur að "chilla", hún að læra... ég að dúlla mér. Við erum búnar að vera að google-a upplýsingar um bókina sem hún er að lesa og búnar að fræðast fullt um morðið á John Lennon. Svo notalegt. Svo eðlilegt. Svo... svo...svo eitthvað, eitthvað, heimilislegt.

"Why do birds sing so gay...", sungum við ég og heimasætan í kór og heimalingurinn tók undir. Jebb, við erum svona fólk sem dettur í hug að syngja bara svona af því við erum glöð... syngjum gömul rokklög, eða vinsæl lög heit beint af vinsældarlistum. En eftir stendur spurningin: "Why do fools fall in love?"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já! Það er góð spurning....

Hrönn Sigurðardóttir, 2.4.2009 kl. 22:53

2 identicon

Tell me why....

Bibba (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 09:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband