2.4.2009 | 00:08
Hún er komin!
Hún reif upp útidyrnar og sagði hátt með spurnartón: "Jólaskraut?"
"HA?!", æpti prinsinn innan úr herbergi þar sem hann lá niðursokkinn í sjónvarpsgláp. í röddinni mátti greina furðu, gleði, undrun. Ég, heimasætan og sætukoppur stóðum á ganginum og héldum niðrí okkur tístinu. Prinsinn kom í loftköstum innan úr herberginu og spennan skein úr augunum. Hann virtist ekki alveg trúa þessu.
Hann nam staðar í forstofunni. Svo æpti hann eins hátt og hann gat, hoppaði upp og niður af spenningi. Það héldu honum engin bönd og hann stökk um hálsinn á gestinum. Og nú gátum við ekki setið á okkur lengur. Við rukum fram í forstofu líka og biðum spennt eftir að kæmi að okkur að knúsa. Knúsa heimalinginn sem er komin til Íslands í heimsókn. VEIIIII!!!!
Heimasætan var búin að sitja á eldhúsborðinu og mæna útum gluggann bíða eftir merki um heimalinginn. Hún stökk niður þegar hún sá glitta í kunnuglega veru. Ég og sætukoppur drifum okkur útí glugga líka og vinkuðum og vinkuðum.
Þetta er eins og jólin séu komin, hér eru allir vakandi. Prinsinn veit ekkert hvernig hann á að láta. Hlær, skríkir, hoppar, syngur og reynir að sýna heimalingnum allt dótið sitt í einu. Við liggjum öll í sófanum og hlustum á ævintýri frá útlöndum. Við erum búin að standa okkur svo vel að halda þessu leyndu yfir prinsinum sem er fremstur í aðdáandaklúbbi heimalingsins.
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
"Segðu eitthvað á dönsku... Segðu eitthvað á dönsku...", tístum við, ég og heimasætan. Heimalingurinn hallaði sér aftur á bak og blaðraði og blaðraði á dönsku. Við veltumst um af hlátri. Það þarf lítið til að skemmta okkur, það er nóg að heimalingurinn er kominn heim.
Vilma Kristín , 2.4.2009 kl. 00:19
:-)
Er hún alkomin?
Einar Indriðason, 2.4.2009 kl. 08:05
:) hvað ætlar hún að stoppa lengi?
Hrönn Sigurðardóttir, 2.4.2009 kl. 09:09
Frábær lýsing og ég sé ykkur alveg fyrir mér , vona að maður fái að sjá smá af henni áður en hún fer aftur
Snjóka, 2.4.2009 kl. 09:20
Hún verður hér í 17 daga og hverfur svo aftur til starfa í útlandinu. En við fáum allavega að hafa hana í 17 daga. :) Mikil gleði með það!
Vilma Kristín , 2.4.2009 kl. 09:36
Ef ég næ ekki að sjá hana, viltu knúsa hana frá mér ?
Bibba (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 09:48
það er búið að vanta MIKIÐ að hafa hana ekki heima hjá þér ... þó þið standið ykkur vel í að skemmta mér og skemmta ykkur á minn kostnað
Rebbý, 2.4.2009 kl. 22:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.