30.3.2009 | 21:47
Merkilegt...
Ég lagðist í sófann, prinsinn minn breyddi yfir mig teppi og svo góndi ég á sjónvarpið. Þarna lá ég eins og skata. American Idol leið áfram. Ég hef alveg gaman af þessu og í kvöld var Motown tónlist. Mjög skemmtilegt. Þegar þátturinn var búinn var rifjuð upp frammistaða keppenda. Ég starði á skjáinn. Ég skyldi þetta ekki. Uhhhh... hvar var ég búin að vera?
Ég hélt að ég hefði verið á sófanum allan tíman og leyft sjónvarpinu að fylla mig af efni sem ég þurfti ekkert að spá í. En þarna sýndu þeir lag eftir lag sem ég hafði bara alls ekki séð í þættinum sem ég horfði á. Mér sýndist á öllu að ég hafði séð 6 lög af 10. "Skrítið", sagði ég upphátt. Unglingarnir sem voru nýkomnir inn horfðu á mig eins og ég væri skrítin þegar ég reyndi að útskýra að það hefði verið svindlað á mér... bara helmingurinn af lögunum sýndur. Það hlaut að hafa verið svindlað á mér... þetta hafði örugglega ekkert með það að gera að ég dottaði þarna í sófanum.
Ég hafði hætt snemma í vinnunni, ætlaði að drífa í að klára tiltektina. En það er greinilega hættulegt. Fyrst fékk ég óvæntan gest í heimsókn sem ég bauð í mat og lét hjálpa mér í "Tilraunaeldhúsi Vilmu". Núna var ég sannfærð um að ég kynni að elda kjötbollur... og viti menn... það var ætur kvöldmatur.
En frá því ég kom heim lá leiðin niður á við. Höfuðverkur aldarinnar herjaði á mig þar til ég gafst upp og leið útaf í sófanum. Dásamlegi prinsinn minn sótti handa mér teppi og sýndi svo hvað hann er stór strákur og bjargaði sér alveg sjálfur með allt sem honum datt í hug á meðan mamman hélt hún væri að horfa á sjónvarpið en steinsvaf í staðinn. Nú ætla ég að reyna að halda mér vakandi í hálftíma og spjalla við unglingana áður en ég skríð uppí rúm...
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
Mæli ekki með að maður geri skattskýrslurnar á síðustu stundu með dúndrandi hausverk... úfff, ef eitthvað fær mann til að urra.
Heimasætan þurfti endilega að vinna hjá fyrirtæki sem skipti um kennitölur reglulega, ekkert af þessum "fyrirtækjum" skilaði svo launaseðlum né launamiðum svo það voru engar upplýsingar forskráðar á skattframtalið. Og þau öll farin á hausinn. Prófið bara að gera eitthvað vitrænt með engar upplýsingar nema tölur í heimabanka yfir útborguð laun. Ussss....
Vilma Kristín , 30.3.2009 kl. 23:24
Þú hefðir bara átt að hringja í mig, er alvön að leysa flókin skattaskýrsluvandamál á síðustu stundu. Er einmitt að fara í eina svoleiðis heimsókn annað kvöld
Snjóka, 30.3.2009 kl. 23:35
Ég urraði alveg nóg án þess að vera með hausverk ;)
Bibba (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 11:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.