Ég er ömurleg...

... húsmóðir. Það er bara staðreynd. Ég þori alveg að viðurkenna það opinberlega enda erfitt að fela þetta.

Einhvern veginn hef ég aldrei komist uppá lag með þetta allt saman... þið vitið, daglega að taka til, þrífa, ganga frá jafnóðum, vaska upp. Ef mig langar að vera góð mig sleppi ég að vaska upp. Ekkert mál. Geri það bara seinna. Auðvitað kemur þetta í hausinn á mér. Einn daginn er bara allt í drasli og gólfið grátbiður um að láta skúra sig.

"Gerðu það! Gerðu það... bara eina umferð..." stynur parketið og vaskurinn inná baði tekur undir: "Mig langar svo að glansa... og sýna hvað ég er fallegur". En ömurlega húsmóðirin lætur eins og hún heyri ekki beiðnirnar. Bara labbar framhjá og sér ekki draslið. Ýtir til drasli í sófanum svo hún geti sest niður.

Kannski er þetta uppeldisatriði. Kannski ekki. Ég var í fóstri í nokkur ár hjá hússtjórnargenginni húsmóður. Þar var ég látin æfa mig í öllum hefðbundnum heimilisstörfum. Uppeldissystur mínar eru fyrirmyndar húsmæður. Kannski er þetta frekar eitthvað erfðaræðilegt.

Annars er það ekki málið að mér finnist leiðinlegt að þrífa og taka til. Mér virðist hins vegar skemmtilegra að taka til þegar það er mikið drasl... sem þýðir auðvitað líka mikill árangur. Ég byrjaði snemma í morgun á íbúðinni. Nú er bara eldhúsið og þvottafjallið á sófanum eftir... búin að dútla svona við þetta með smá hléum. Þurfti til dæmis nauðsynlega að taka hlé til að borða gómsæta Sushið mit.

Og nú ætla ég að halda áfram, því eftir tíu á kvöldin er allra besti tíminn minn til að taka til :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

oft sagt þér (og skrifað skilaboð hér) að þín aðferð við þrif er dálítið mikið spes
en vissulega er gaman að sjá allan árangurinn ... hef upplifað það í návist þinni

Rebbý, 29.3.2009 kl. 22:19

2 identicon

Velkomin í ömurlega húsmæðrahópinn og njóttu á meðan þú átt góðan tíma sólarhringsins.   Þegar ég var yngri var ég svona líka.   Nú er ég sofnuð upp úr tíu og þá er bara ekkert tekið til yfirleitt :)

Bibba (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 20:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband