28.3.2009 | 22:20
Ég er snillingur...
Í kvöld er ég búin að standa í tilraunastarfemi í eldhúsinu mínu. Og afraksturinn er mun glæsilegri og bragðbetri en ég þorði að vona. Ég er bara ekkert svo vitlaus... og nú á ég tilbúinn kvöldmat fyrir annað kvöld.
Sushi æðið í herberginu mínu er eiginlega ekkert að minnka. Við reynum að tala ekki stanslaust um þetta... en reglulega pompar þetta upp. Og á föstudaginn fundum við okkur uppskriftir og leiðbeiningar. Líffræðingurinn spreytti sig á föstudagskvöldið.
Ég lét slag standa í kvöld. Svo er ég búin að sjóða hrísgrjón með tilþrifum. Skera niður grænmeti og fiskmeti. Svo var komið að handavinnunni. Hjartað sló örlítið örar. Þetta var svo spennandi. Og gefur manni tækifæri til að vera svo skapandi. Púsla saman skemmtilegum litum og rúlla með bambus mottunni.
Kettirnir skoppuðu allt í kringum mig. Lyktin heillaði. Ég vandaði mig við upprúllinguna og fékk bara þokkalega smart rúllur út sem ég skar í passlega bita. Ohhh! Þeir voru svo fallegir og girnilegir. Svo krúllegir að ég gat ekki staðist að smakka. Einn. Annan. Annan. Mmmmmm..... Nú er búið að pakka þessu vel inn og ég bíð spennt eftir að borða Sushi al la Vima á morgun.
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
Kattamatur ;)
Bibba (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 18:37
eitthvað sem ég á alveg eftir að læra að gera (borða hráan fisk) .... ef ég yfir höfuð legg í það
Rebbý, 29.3.2009 kl. 19:19
Jebb, Bibba! Ég hef á gamals aldri þróað með mér smekk fyrir kattamat... ótrúlegt en satt. Ekki reyna samt að bjóða mér niðursoðinn túnfisk, það telst enn kattamatur.
Rebbý! Þér er hér með boðið í Sushi hjá mér næst þegar ég skelli í rúllur... Þetta er ómótstæðilegt.. og hollt.
Vilma Kristín , 29.3.2009 kl. 20:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.