26.3.2009 | 21:18
My own private cinema...
"Ég kem strax aftur... ", endurtók ég við prinsinn. Hann kinskaði kolli, sæll og glaður þar sem hann sat með popp poka í fanginu. "Ekki fara neitt...", sagði ég, stóð upp og trítlaði fram. Ég leit við í dyrunum. Hann virtist eitthvað lítill og umkomulaus svona aleinn í miðjum bíósalnum. Eitthvað svo einn í heiminum. Ég dreif mig á salernið og hraðaði mér til baka.
"Mamma, eigum við að fara í bíó?", hafði prinsinn spurt mig rétt eftir fimm í dag. Ég enn í vinnunni, auðvitað. Hann þurfti ekki að sannfæra mig. Ég stökk á fætur og brunaði heim að sækja hann. Við komum í bíóið rétt áður en myndin byrjaði. Við urðum dálítið hissa þegar við komum í tóman bíósalinn. Fljótlega eftir að við settumst, kom starfsmaður og lokaði hurðinni. Auglýsingar byrjuðu að renna yfir tjaldið og myndin byrjaði að lokum.
Við vorum alein í bíó. Sátum í miðjum staðnum og létum fara vel um okkur. Þvílíkur lúxus. Ekki nema örfáar krónur og við fáum okkar einka sýningu. Ekki amalegt að láta fólkið í bíóinu snúast um okkur. Þegar við kíktum fram beið okkar, okkar eigin sjoppa með okkar eigin afgreiðslumanni. Við vorum bara eins og konungsborin. Svona verður lífið þegar maður er orðinn ríkur... maður leigir bara allt bíóið og starfsfólkið fyrir sjálfan sig, enginn að þvælast fyrir. Enginn sem situr fyrir framan mann og skyggir á sýninguna. Enginn sem skrjáfar í pokum. Enginn sem er bara að trufla.
Þegar við yfirgáfum salinn mættum við starfsmanni sem var að fara inn að taka til eftir okkur. Reyndar ekki eins og við höfum skilið mikið að drasli... en samt öruggara að hafa sinn eigin tiltektarmann. Svo er stóra spurningin þegar maður er einn í bíó þarf maður þá að slökkva á símanum eins og röddin segir manni? Ég meina þetta er mitt bíó... má ég ekki gera eins og ég?
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
hahah góð!
Hrönn Sigurðardóttir, 26.3.2009 kl. 22:16
yndislegar svona prívat bíóferðir ... við Gunni höfum lent í þeim nokkrum þegar við einmitt förum kl 5 eða 6 í kvöldmat (popp og kók) í bíóhúsunum
Rebbý, 26.3.2009 kl. 22:42
Ég sá fyrir mér... eftir fyrstu línurnar... að prinsinn myndi týnast í mannfjöldanum.... og ... restin af pistlinum myndi ganga út á það hvernig þú, í angist, hræðslu, panik, .... kasti ... værir að berjast á móti straumnum út úr bíóinu, vonandi til að sjá litla bláa húfu, hossast til og frá... húfan hans... og hvernig þú hefðir ákveðið að stinga þér út í strauminn, og taka sundtökin í átt að bláu húfunni.... Síðan hefði komið í ljós að húfan hefði tilheyrt einhverjum öðrum.....þú hefðir klifrað upp á næsta sker og horft í kringum þig....... og loksins fundið hann, sitjandi á stólsetunni á efsta bekk...........
Einar Indriðason, 27.3.2009 kl. 08:23
Vá, þetta hefur verið upplifun. Vantar samt að vita : hvaða mynd sáuð þið ?
Bibba (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 22:42
Æ, ég man ekki hvað hún heitir... teiknimynd, ævintýri um hugrakka mús...
Vilma Kristín , 27.3.2009 kl. 22:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.