Heillandi heimasæta

Það er 18 ár í dag síðan heimasætan leit heiminn fyrst augum. Mér finnst það ótrúlegt að það séu svona mörg ár, mér finnst ekkert svo langt síðan og ég ekki hafa elst neitt að ráði. Ég man að ég horfði á þessa pínulitlu manneskju sem var hálfklístruð eitthvað og hafði óskaplega hátt. Ég starði bara á hana og fannst hún óraunveruleg... og ákveðin.

Hún horfði á mig til baka, hún horfði í kringum sig... og svo gaf hún skít í heiminn sem hún var komin í... í orðsins fyllstu merkingu. Ég er ekki að grínast, ég var græn á litinn í margar vikur!

Ég hafði ekki hundsvit á því hvað átti að gera við barn, hafði eiginlega bara aldrei séð ungabarn áður. Fannst þetta stór merkilegur hlutur. Svo þetta hefur eiginlega verið svolítið tilviljanakennt tilraunuppeldi. Það kom fljótt í ljós að mín fyrsta tilfinning var rétt, hún er svo ákveðin dama. Og sterkur persónuleiki. Og þrátt fyrir allt held ég að hún sé bara ágætlega heppnuð og hafi ekkert skaðast af því að eiga mömmu sem gerði hlutina stundum öðruvísi.

Og núna er hún orðin fullorðin! Litla hnátan sem hefur heillað svo marga, svona lítil og kát skotta. Hún er reyndar enn að heilla fólk. Og ég er mesti aðdáandinn. Hún er stundum hálfgert trippi. Það hefur hún að hluta til frá ömmu sinni, en hún hefur líka svo margt annað frá henni. Hún er góð, umhyggjusöm, skvetta, skellibjalla, hugmyndarík, skemmtileg, fyndin, skrítin, sérkennileg, sjálfstæð og bara æðisleg. Eða eins og hún lýsir sér sjálf: glaðlyndur dvergur.

Mér finnst ég vera orðin svakalega gömul að fullorðið afkvæmi. En ég er líka stolt af þessu stelpuskotti sem á örugglega eftir að spjara sig vel í þessum risa stóra heimi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 25.3.2009 kl. 22:52

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Það er alltaf svo undarlegt þegar börnin manns verða stór.......

....ég verð alltaf jafnhissa.

Hrönn Sigurðardóttir, 25.3.2009 kl. 22:53

3 Smámynd: Rebbý

hún hefur sko örugglega ekki skaðast af uppeldinu því hún er svo frábær að það mættu vera fleiri eintök af henni á ferð (og ekki ofmetnast skotta)

Rebbý, 25.3.2009 kl. 23:03

4 identicon

Hjartanlega til hamingju með duglegu stelpuna þína !
Bestu kveðjur til hennar frá okkur Ásgeiri

Bibba (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 00:18

5 Smámynd: Einar Indriðason

Til hamingju með heimasætuna :-)

Einar Indriðason, 26.3.2009 kl. 08:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband