24.3.2009 | 23:05
Afmæli...
Ég sat við borðið og smjattaði á kökunni. Holl kaka úr döðlum, hrásykri, spelti og hnetum. Ekkert samviskubit að fá sér góða sneið. Renndi kökunnið niður með bjór. Rosalega óhollur. Fullt af samviskubiti við að drekka bjór á þriðjudagskvöldi.
En kattadómarinn varð fertugur í dag, ég og Ása mættum sem sendinefnd fyrir töfraverurnar. Mættum færandi hendi með monopoly og frumsamið ævintýri um kattadómarann. Eyddum svo kvöldinu í þessum fína félagsskap með hollu kökunni og afmælisbjórnum. Sátum þarna við borðið þar sem var töluð íslenska, enska og sænska... jafnvel smá norska... Sumt skyldi maður, sum ekki... þá var bara einhver sem var til að þýða, eða við að þýða eitthvað úr íslenskunni. Rosagaman að kíkja svona í heimsókn og eiga notalegt kvöld.
Eiginlega held ég svo fyrir samviskuna að holla kakann gleypi allan óholla bjórinn svo ég enda bara á núllinu. Er það ekki?
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
Jú - tala nú ekki um ef þú hefur fengið þér fleiri en eina sneið
Hrönn Sigurðardóttir, 25.3.2009 kl. 08:38
totally ... ekki spurning
afmæliskveðja frá mér til kattardómarans og óska kennaranum til lukku með bóndann
Rebbý, 25.3.2009 kl. 19:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.