Hver fylgist með...

Ég er að spá hvort það sé fylgst með mér. í alvörunni. Sko, ég var heima framan af degi. Í minni venjulegu leti. Þið vitið, gera ekki neitt, hanga á netinu, góna á sjónvarpið, vona að einhver myndi hringja í mig til að blaðra... Leita allra mögulegra leiða til að þurfa ekki að þrífa og taka til. Og mér gekk ágætlega.

Svo fékk ég góða hugmynd. Ég áttin enn eftir að fá síðasta hlutann af afmælisgjöf heimasætunnar. Og ég átti eftir að verða mér útum innpökkunarpappír. Þvílík heppni. Nú hafði ég svo sannarlega ástæðu til að taka ekki til. Jibbíííí. Ég dró prinsinn og vin hans útí bíl og brunaði niðrí bæ.

Og þá byrjaði það. Gemsinn hringdi þegar ég var varla komin úr Grafarvoginum, aftur á Miklubrautinn, á Laugarveginum, enn og aftur á Miklubrautinn og svo þegar ég nærri komin heim. Í alvörunni! Það hafði enginn hringt í mig á meðan ég hékk heima að gera ekki neitt. En um leið og ég sting höfðinu út dettur öllum í hug að hringja. Jebb, endilega hringja á meðan ég er að keyra.

Nú er ég búin að vera heima í tæpa tvo tíma. Og hefur einhver hringt? Nei! Alls ekki! Síminn steinþegir. Svo ég held að það hljóti að vera einhvers staðar þar sem er tilkynnt að ég sé undir stýri og nú eigi að hringja. Þetta getur ekki verið tilviljun...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

haha þetta er líka svona hjá mér....

...nema að ég gleymi mínum alltaf inni!

Hrönn Sigurðardóttir, 22.3.2009 kl. 22:10

2 Smámynd: Rebbý

vorum við öll að hringja í sömu erindagjörðum?  fleiri en ég leiðir yfir pennaletinni þinni?  heheh

Rebbý, 22.3.2009 kl. 22:25

3 Smámynd: Einar Indriðason

Er það ekki frekar málið, að gsm samband er ekki til staðar heima hjá þér? :-)

Einar Indriðason, 23.3.2009 kl. 08:28

4 identicon

Haha ..  
Ert þú þá ekki konan sem lendir alltaf í því að það þarf að skipta um borðann á kassanum einmitt þegar kemur að þér :)

Bibba (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 19:06

5 Smámynd: Vilma Kristín

Ó jú, Bibba! Ég er einmitt sú kona.... eða kassinn bilar, og svo þarf alltaf að hlaupa inní bæ og athuga hvað eitthvað kostar, viðskiptavinurinn á undann vill skila einhverju eða kvarta,  starfsmaðurinn er nýr og óskaplega hægur... og svo fer kassadaman í mat!

Vilma Kristín , 23.3.2009 kl. 19:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband