18.3.2009 | 22:38
20 ár aftur í tímann
Ég hélt um magann og emjaði af hlátri. Rebbý sat við hliðina á mér og frá henni heyrðust skringileg hvæandi hljóð. Ég leit á hana. Var hún að kafna? Nei, hún var ekki að kafna... ja, nema maður geti kafnað úr hlátri. Hún engdist um að hristi um leið bókina sem hún hélt á.
Rebbý kíkti til mín í mat þar sem ég eldaði chili a la Vilma... sem er svona tilbrigði við chili a la kattadómarinn. Ég var að prófa mig áfram að elda chili án þess að hafa uppskrift við höndina. Tókst svona rosalega vel og á meðan við sátum yfir borðinu með heimasætunni, prinsinum og sætukopp fórum við að ritja upp þá gömlu góðu...
Og nú sátum við í sófanum og lásum ævintýralega dagbók í söguformi frá því ég var 17 ára. OMG. Vitleysan og uppátækin. Dramatíkin. Og það sem verst var... við höfum ekkert breyst! Ekkert!
"Þetta er svooooooo þú....", stundi Rebbý upp á milli hlátursroka og ég gat ekki neitað því. Við flettum á næstu blaðsíðu og þar var Rebbý lýst eins og lýsingin hafði verið skrifuð í síðustu viku. Ótrúlegt.
Svo lásum við áfram og hlógum meira... ja, ekki leiðinlegt að finna þessa fínu bók...
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
já og aumingja heimasætan og sætukoppur fengu svo bara grautfúla sögu um skjaldbökuna eftir alla þessa bið
best fannst mér þó í upphafi sagnanna að lesa að við vorum ekkert alltof spenntar fyrir því að kynnast .... 20 árum síðan still going strong ... en mér gengur ekki jafn vel að finna handa þér strák eins og þá úlala
Rebbý, 18.3.2009 kl. 23:12
verð líka að fara að taka mig til og fá ykkur í mat hingað því þetta fer að hljóma eins og ég sé síbetlandi ... alltaf í mat hjá ykkur og þú að elda
Rebbý, 18.3.2009 kl. 23:13
Hvenær eigum við Hrönn að mæta?
Einar Indriðason, 19.3.2009 kl. 08:18
Verður boðið upp á sýnishorn hérna á blogginu fyrir forvitna ?
Bibba (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 21:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.