15.3.2009 | 21:51
I'm not a dog person
Það segir sig kannski svolítið sjálft, ég er ekki beint svona hundatýpan... meira svona kisutýpa.. Enda hef ég síðustu tvo daga verið í félagsskap annara kattaunnenda. Þar sem enginn er maður með mönnum nema hann hafi flotta stálgreiðu í rassvasanum. Þar sem það er ekkert tiltökumál þó að karlmenn gangi í skóm með háum hælum. Þar sem konur eru með glitrandi kattaskartgripi og fólk gengur í fötum með kattamynstri. Þar sem við ræðum um snyrtingu og spyrjum jafnvel næsta karlmann um gott ráð við flösu, rafmögnuðum feldi eða mjúkum yfirfeldi.
Greiðan skiptir þó öllu máli. Hvar vetna má sjá greiðu standa uppúr rassvasanum. Köttur með krullaðan maga? Greiðan rifin upp og munduð. Köttur með klesstan yfirfeld? Greiðan dregin uppúr vasanum og rennt í gegn. Ekki nógu glæsilegur makki? Ekki vandamál, ég er einmitt með greiðu í rassvasanum.
Við sitjum fylgjumst með dómum. Stöndum og fylgjumst með dómum. Ræðum um dóma sem kettirnir okkar hafa fengið.. nú eða kettir keppinautanna. Hjálpumst að við að snyrta og sýna. Tölum um paranir, fæðingar, got, kettlinga. Tölum um hárafar, stærð og styrk. Tölum um mataræði, dýralækna og verslanir. Já, þetta er svona okkar tækifæri til að blómstra. Tvisvar á ári. Okkar tími til að vera ekki skrítin. Tveir dagar þar sem við erum innan um fólk sem er eins og við, við erum normið... heimurinn fyrir utan er skrítinn.
Og þessvegna er svo skrítið að ég sakna hundar sem ég aldrei átti. Í fyrra sumar las ég bókina "Marley og ég"... og eins og ég lýsti hér á blogginu, hef ég aldrei hlegið jafn mikið (upphátt) yfir bók og aldrei grátið eins mikið (upphátt) yfir bók. Og á laugardagskvöldið áttum við heimasætan deit og fórum saman á myndina í bíó. Ég get alveg mælt með henni, fín mynd.. bókin er reyndar 100 sinnum betri... en fín mynd engu að síður. Og eins og með bókina hló ég dátt og grét innilega. Kannski voru viðbrögð okkar meiri því við vorum búnar að lesa bókina og þekktum betur allt í kringum hver atriði. Stundum hlógum við fyrirfram, því við vissum hvað var að gerast. Stundum grétum við fyrirfram. Konan við hliðina á mér hætti að horfa á myndina og horfði á mig með furðu þegar ég sat og hágrét yfir atriði sem flestum virtist ekki þykja sorglegt. Heimasætan gaf mér olnbogaskot og sussaði á mig. 5 mínútum seinna sat hún skælandi líka. Svo hlógum við eins og vitleysingar... fastar í tilfinningarússibana... Ég reyndi að hvísla að konunni við hliðina að ég væri ferlega slæm af ofnæmi fyrir hundum... en er ekki viss um að hún hafi trúað mér... allavega horfði hún á okkur eins og við værum nýslopnnar af hæli... eins og við værum eitthvað skrítnar...
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
Jammmmmmm búin að lesa bókina.... verð að sjá myndina!!
Hrönn Sigurðardóttir, 15.3.2009 kl. 22:13
Þarf að sjá myndina, og lesa bókina. Í hvorri röðinni sem er....
Einar Indriðason, 16.3.2009 kl. 00:43
hef hvorki séð myndina né lesið bókina .... eins og Vilma komst óvart að í sumarbústaðnum þegar hún kjaftaði frá "plottinu"
ætla samt að sjá myndina held ég frekar en lesa bókina .. orðin of löt að lesa
Rebbý, 16.3.2009 kl. 14:41
He he he ég get ímyndað mér þetta!!! Ég verð að sjá þessa mynd!!! Ertu búin að finna nafn á fuglinn? Ég var með tillögur á færslunni fyrir neðan, hvað með t.d. Sísí eða Lóló
Hrund (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 20:44
Skil nú bara ekkert í því hvernig konunni datt í hug að þið væruð skrítnar !
;)
Bibba (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 22:02
Nei, Hrund. Ekki enn komin með nafn. Er að máta :)
Vilma Kristín , 16.3.2009 kl. 22:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.