Algjört animal..

Við mæltum okkur mót í gegnum símann. Hittumst svo á bílastæði við ónefnda byggingarvöruverslun í Grafarholtinu. Góður staður fyrir svona viðskipti. Ég reyndi inn á bílastæðið og skimaði eftir honum. Þarna, dálítið afskekkt, stóð jebbi í gangi. Þetta var örugglega hann. Ég renndi uppað bílnum, skildi hann eftir í gangi og stökk út.

Hann nikkaði til mín og stökk út líka. Viðskiptin gengu hratt fyrir sig. Við varla skiptumst á orðum, hann opnaði afturhurðina og teygði sig inn. "Hún er voða sæt...", var kallað úr aftursætinu. Ég sá ekki farþegann, bara höndna og kallaði kveðju til baka. Svo tók ég við því sem mér var rétt og hélt í minn bíl. "Sjáumst á morgun...", kallaði ég að skilnaði og brunaði svo hratt í burtu án þess að líta við.

Þegar heim var komið tók ég Elíönu Eik út úr búrinu sínu... hún er langt að komin. Búin að ferðast með Sigga "maine coon" síðan snemma um morguninn. Ég heppin að þekkja svona náunga sem er til í að taka krók og kippa upp litlu kisunni sem hafði annars þurft að ferðast alein. Í staðin fékk hún að fljóta með Sigga og Brynju, það hefur ekki væst um hana.

Núna eru 3 kettlingar komnir heim aftur... við bíðum enn eftir Míönu Mey og þá erum við til í sýninguna. Mikið fjör á þessum bæ akkurat núna, ég var eiginlega búin að gleyma hvernig er að hafa kettlinga... omg...

Seinnipartinn skrapp ég aðeins uppí búð. Ég gekk um búðina og vonaði að heyrðist ekkert úr kassanum sem ég hélt á. Vonaði að það yrði bara hljóð. Ég dreif mig eins og ég gat í gegn, kippti upp því sem vantaði og hraðaði mér á kassann. Heppin. Komst beint að. Og hvað svo? Auðvitað vesen. Það er alltaf vesen þegar ég er að flýta mér. Ungi strákurinn á kassanum roðnaði og blánaði, ýtti á takk og reyndi að bjarga sér. Ég beið.

Áfram hljóð í kassanum, sem betur fer. Konan fyrir aftan mig á kassanum virti mig fyrir sér. Ég fann augun hennar borast inní mig. Ég beið og beið og ungi strákurinn hélt áfram að hamast á kassanum. Ég leit við og brosti til konunnar. "Ertu með lifandi fugl í kassanum?", spurði hún mig og ég skyldi núna af hverju hún hafði horft svona mikið á mig. Ég jánkaði . "Þessvegna ferðu svona varlega á honum. Eins og postulín!" Ég brosti meira og lyfti kassanum og hvíslaði inní hann ástarorðum.

Inní kassanum var nýjasti fjölskyldumeðlimurinn. Sérstakt afbrigði af gára. Því miður urðum við að kveðja Kíkí fyrir rúmum tveimur vikum. Einn morguninn lá hún andvana á botninum og Kókó þétt upp við hana. Við vorum döpur og ákváðum að kókó yrði síðasti gárinn okkar. Síðan þá hefur Kókó verið að æra okkur, öskrar og öskrar. Svo átti ég erindi í dýrabúðina í dag og þessi föl föl gula sæta litla gárastelpa kallaði til mín. Ég spurðist fyrir um hana, hún er svo sérstök. Og áður en ég vissi af var ég komin með fugl í kassa. Og nú situr Kókó og þegir og horfir á nýja búrfélagann. Stóra spurningin er bara hvað á nýja dísin að heita?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

dýradrottning :) þú sko - ekki gáran....

Hrönn Sigurðardóttir, 14.3.2009 kl. 09:13

2 Smámynd: Einar Indriðason

dísa-lísa-skvísa

Einar Indriðason, 14.3.2009 kl. 11:41

3 identicon

Dís ?   Nú Bryndís ;)

Bibba (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 22:16

4 identicon

Ææææ greyið Kíkí, ég vona að Kókó verði sátt við nýju dömuna.... Mér finnst nafnið þurfa að vera í stíl, hvað með Mímí, Mómó, Kaka, Channel......

Hrund (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband