Börnin snúa heim

Tóbías Týr kom aftur heim í kvöld. Nú er einn og hálfur mánuður síðan kettlingarnir fluttu að heiman. Kattasýning um helgina og börnin öll á leiðinni heim aftur svo við getum farið saman á sýninguna. Og Tóbías Týr kom fyrstur. Það var mikil spenna hjá hinum köttunum þegar búrið hans var opnað. Læðurnar ætluðu alveg að éta þennan sæta strák sem var nú pínulítið hikandi.

Á morgun bætist svo heldur betur í hópinn. Um hádegisbilið er von á Elíönu Eik að norðan. Siggi "Maine Coon" sá aumur á mér og leyfir henni að fljóta með sér í bíl... ásamt 4 öðrum köttum. Seinni partinn ætla svo Kalína Kaja og Míana Mey að koma líka aftur heim.

Svo annað kvöld verður örugglega fjör hér. Tóbías Týr einn og sér hefur náð að snúa öllu við, hoppandi og skoppandi um allt, í fullu fjöri. Hvað þá þegar stelpurnar 3 bætast við. Og mín og heimasætunnar bíður það skemmtilega verkefni að klóaklippa og baða liðið. Greiða og snyrta. Jebb, fjör annað kvöld og svo stíf sýningarhöld alla helgina. Þetta er hápunktur ársins hjá kattafólki en reynir á og maður er yfirleitt uppgefinn eftir svona törn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

segðu mér heldur að það séu 3 vikur síðan kettlingarnir fluttu að heiman .... er ekki að kaupa að tíminn líði svona hratt
en tutu um helgina .. ætla ekki að láta sjá mig í kattarheiminum þínum

Rebbý, 12.3.2009 kl. 22:07

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Einn og hálfur mánuður!?! Ertu ekki að grínast?

Gangi ykkur vel um helgina

Hrönn Sigurðardóttir, 12.3.2009 kl. 22:19

3 identicon

Þú gætir nú alveg haldið þína eigin einka kattasýningu með alla þessa liðs .. ketti :)
Gangi ykkur vel og komiði heim með fullt af nýjum dollum helst..

Bibba (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 10:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband