Overload

Ég sparkaði í vegginn. Ekkert voðalega fast. Nei, bara svona til að sýna að ég væri ekki ánægð. Hreint ekki ánægð. Eiginlega bara hundfúl. Og móðguð. Og sár. Og fúl. Svo ég sparka í vegginn en horfi samt í kringum mig og vona að enginn sjái til mín.

Svo lokast hurðin og lyftan leggur af stað niður. Fer niður með mig, heimasætuna, prinsinn og sætukopp. Bara nokkrum mínútum áður hafði þessi sama lyfta gengið fram af mér og kattadómaranum. Móðgað okkur. Svívirt okkur.

Ég og gengið mitt tókum lyftuna upp og mættum þar skælbrosandi kattadómara. "We need to go down. The box is downstairs..." og við trítluðum aftur í lyftuna. Ýttum á "1". Og biðum. Og biðum. Hurðin stóð opin. Ekkert gerðist. "Oh! No! Overload...", stundi kattadómarinn og starði furðulostinn á skjáinn. Og mikið rétt þarna stóð það. Ekki um að villast. Með hangandi höfuð fórum við út aftur og kíktum á skiltið. 1000 kg eða 13 manns er hámarkið.

Við litum hvert á annað. No way. Við erum sko engin 1000 kg. Heldur ekki 13 manns. Og við urðum fúl. Móðguð. Sár. Helvítis lyftudrusla. Segir að við séum feit! Og hvað með það? Við erum samt ekki overload... Og staðföst héldum við aftur inní lyftuna. Við ætluðum sko að sanna okkar mál. Ég skipaði öllum að standa grafkyrr og svo ýtti ég á takkan og hélt niðrí mér andanum.

Ég hélt niðrí mér fagnaðarhrópunum þegar bévítans lyfturæsknið drattaðista af stað. Og bara til að sigra helvítið létum við hana fara með okkur upp aftur og svo aftur niður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

ohh Vilma ef ég bara gæti sagt hérna inni það sem mig langar núna .... hehehe .... þetta er of opin vettvangur fyrir það en ég held þú áttir þig .....

Rebbý, 11.3.2009 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband