4.3.2009 | 23:23
Matur í bílnum
"Nú verð ég að keyra eins og manneskja...", stundi Rebbý um leið og hún lokaði skottinu. Ég leit á hana hneyskluð: "Hvað af því að það er matur í bílnum? Þurftiru ekki að keyra eins og manneskja með mig og prinsinn í bílnum?" Rebbý flissaði og viðurkenndi það.
Strætisvagninn sem var fyrir framan okkur á leiðinni heim tók óratíma í að skipta um akrein, hægði á sig og gerði sitt allra besta til að vera fyrir okkur. Rebbý skammaðist pínulítið: "Hann átti fyrir löngu að vera kominn yfir á hina akreinina..." Ég leit á hana og svaraði að bragði: "Ja, kannski er hann að keyra varlega... hann gæti verið með mat í bílnum" "Ég fæ aldrei að gleyma þessu, er það nokkuð?", flissaði Rebbý og tók glannalega sveigju á milli akreina.
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
hahahah
Hrönn Sigurðardóttir, 5.3.2009 kl. 08:06
*glott*
Vilma... fáðu Rebbý með þér einhvern tímann í búðir, rétt fyrir jól... þegar allt gamla, rólega fólkið, er að hittast og spjalla saman, með innkaupakerrurnar sérlega hallandi í akkúrat 47 gráðu halla, til að tefja allt og alla.
Þá skaltu fylgjast vel með því hvernig Rebbý "keyrir", og hvaða orðfæri hún notar!
:-)
Einar Indriðason, 5.3.2009 kl. 08:33
Veriði nú stilltar og reyndað hvíla þig !
Bibba (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 22:28
keyri alltaf vel Vilma ... ekkert svona eða þú færð ekki far aftur með matinn þinn ... manni getur sárnað þó ég gráti ekki á netinu
Rebbý, 6.3.2009 kl. 13:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.