3.3.2009 | 23:29
Enda...hvað?
"Mamma, hver er tilgangurinn með að hafa þetta skilti þarna?", spurði heimasætan mig og benti um leið á botnalangaskilti. Ég virti skiltið fyrir mér og, jú, staðsetningin á þessu umferðarskilti örlítið undarlega. Útúr kú kannski. Við sátum í bíl á bílastæði og biðum eftir sætukoppi. Og þarna, inn á því sem var greinilega bílastæði fyrir mér og heimasætunni var botnlangamerki, þrátt fyrir að við hefðum keyrt fram hjá einu slíku þegar við beygðum uppað bílastæðinu. Og ekki nóg með að þetta væri annað botnlangamerkið í röð og væri á bílastæði, þá var það líka hálffalið bak við tré. Ég sá fyrir mér að á sumri til með tréð í fullum skrúða væri erfitt að sjá þetta annars ljómandi fína merki.
Ég reyndi að finna skýringu fyrir heimasætuna, en átti erfitt með það. Þetta virtist eitthvað svo tilgangslaust. Svo datt skýringin bara í kollinn á mér, fyrirhafnarlaust. Ég snéri mér að heimasætunni og sagði: "Það er af því hér býr ríkt fólk og þá þarf að setja niður ákveðið mikið af skiltum. Skilurðu?" Heimasætan kinkaði kolli, glettin á svip. Svo hélt ég áfram: "Aftur á móti búum við í svona verkamannahverfi. Þar eru ekki til peningar fyrir neinum skiltum, ekki einu sinni biðskyldum" Heimasætan skellti uppúr. Við búum nefnilega í örugglega stærsta "hægri rétts" hverfi landsins, maður þarf alltaf að vera að vara ferðalanga við... "Passa sig, hér er hægri réttur... jafn skrítið og það er..."
Sætukoppur kom nú skoppandi inní bílinn og fékk uppfærða útskýringu á skilti ríka fólksins, þó hann vildi nú ekki kannast við að þarna byggi sérlega ríkt fólk. Eftir smá umræður sættumst við á það að þetta væri allt eitt allsherjar samsæri á vegum vegagerðarinnar sem væri að sjálfsögðu stýrt af vonda vonda sjálfstæðisfólkinu. Samsæri um að láta auðvaldssinna heimsins njóta óhóflegra skilta á meðan almúginn keyrir hver á annan af því að það eru ekki til biðskyldur...
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
já þú býrð náttúrulega á ómögulegum stað, enda hefur þú fengið að finna fyrir því all oft að ég fer helst ekki nema að ofanverðu að húsinu þínu því ég HATA hægriréttinn hjá ykkur
svo gleymi ég hægri réttinum alltaf þegar við förum með fjölskylduna þína á hitt "heimilið" okkar og þú ert bremsandi hægri og vinstri fyrir mig sem bara fer svigið um göturnar
Rebbý, 4.3.2009 kl. 00:04
Hvenær varð þú svona pólitísk eiginlega ?
Mig minnir að þú hafir haft þetta svona að kjósa bara þann flokk sem síðast hringdi í þig þann daginn...
Bibba (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 11:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.