Ó nei, ekki annar dagur...

"Ég veit hvað er að þér!", sagði líffræðingurinn sigri hrósandi, spratt á fætur og strunsaði fram. Ég lá fram á borðið mitt og andvarpaði. Ég var til í næstum hvað sem var til að fá einhvern kraft, til að geta allavega sest uppí stólnum mínum. Á skammri stundu kom líffræðingurinn til baka, vopnaður kexkökum og banana, og skipaði mér að borða þetta. Hratt. Ég væri í blóðsykursfalli. Hlýðin og góð tróð ég kökunum uppí mig eins hratt og ég gat. Skolaði þeim niður með vatni. "Ég get ekki borðað... mér er svo flökurt...", vældi ég. Fékk skipun til baka að borða þetta bara víst, flökurleikinn væri bara gerfitilfinning, mér myndi líða betur. Og mikið rétt, eftir smá stund fór ég að verða hressari. Af hverju ég hrapaði svona í blóðsykri er bara leyndardómur því ég hafði alveg passað mig á að borða, en svona er víst lífið.

Ég gat allavega setið við borðið þó að ég væri enn máttlítil, með höfuðverk og svima. Við færðum okkur inní fundarherbergi til að ganga frá verkefni sem við áttum að leysa. Þrátt fyrir að vera orðin mikið hressari fékk ég ekki aftur lit í andlitið. Ég fékk ekki aftur máttinn. Ég losnaði ekki við svimann. Og það sem verra var, ég gat ekki haldið mér almennilega vakandi. Ég dottaði í stólnum. Ég dottaði fram á borðið. Ég reyndi að fara út og fá mér súrefni. Örvæntingarráðið var að reyna að slá sjálf á lyklaborðið. Á endanum játaði ég mig sigraða. Líffræðingurinn keyrði mig heim þar sem ég var ekki í ökuhæfu ástandi. Ég varla náði heim áður en ég skilað kexkökunum og öllu öðru, skreið uppí rúm og rankaði ekki við mér fyrr en um átta leitið.

Ég náði því að vera veik annan daginn í röð. Bara allt önnur veiki, ég virðst bara vera að hrynja niður þessa dagana. Ég er pínupirruð á þessu... langar ekki að bloggið breytist í sjúkrasögu Vilmu. Get ekki beðið eftir að komast í langt helgarfrí og slaka á í nokkra daga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Næst þegar þú átt helgarfrí þá er þér hér með bannað að vinna.... bannað að fara með Rebbý niðr´í bæ.... bannað að gera nokkurn skapaðan hlut nema sitja í sófanum og lesa eða horfa á sjónvarpið á milli þess sem þú leggur þig. Því svona þér að segja þá vil ég heldur ekki að þetta blogg breytist í sjúkrasögu Vilmu.

Nóg er af þeim þannig bloggunum.........

Stelpa! Gegna svo!!

Hrönn Sigurðardóttir, 2.3.2009 kl. 22:16

2 Smámynd: Einar Indriðason

Já!  Hlusta á Hrönn!  Og Mig!  Og ... já!  Bara slaka á!  Æfa innhverfa innöndun, og úthverfa útöndun!  Já, og slaka á!  Já, og hlusta á Hrönnslu!  Fá orku og jafna sig!  Já, og Gegna Hrönnslu!  (Já, og mér, þegar ég segi þér að gegna Hrönnslu!)

Einar Indriðason, 3.3.2009 kl. 07:59

3 identicon

Vilma villtu allavega halda þér á lífi í einn mánuð í viðbót.....þá skal ég koma og bjarga þér. Ég er orðin hrædd á að lesa þessar sjúkrasögur þínar verður að fara til læknis og láta skoða þig eithvað!

Heimalingur (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 09:11

4 Smámynd: Snjóka

sammála Hrönn, hlusta nú og hlýða

En bíddu er samt mjög spennt fyrir einu, er heimalingurinn að koma heim?

Snjóka, 3.3.2009 kl. 19:14

5 Smámynd: Rebbý

byrja á þér Vilma .... ég er búin að lofa að vaka yfir þér (eins mikið og ég get vakað) alla næstu helgi og ég bið þig um að láta ekki reyna á hvort ég kunni símann hjá 112   híhíhíh
náðu þessu úr þér og eigum brilliant afslöppunarhelgi (mér veitir ekki af því að þú stoppir mig í bæjarferðunum líka) og horfum á helling af kellingamyndum og lesum rómansa og já ... manst ... við ætlum að leysa ráðgátuna "af hverju erum við einhleyp"

Rebbý, 3.3.2009 kl. 20:16

6 Smámynd: Vilma Kristín

Já, Snjóka! Heimalingurinn kemur heim! VEIIIIII!!!! Hlakka svo til... hún er reyndar bara að koma í 17 daga, en það er meira en tvær vikur svo ég kvarta ekki.

Og til allra... ég er eins og nýsleginn túskildingur í dag, ótrúlega hress, komin með þvílík plön að ná endanlegri heilsu, fór í nudd og allt í dag...

Vilma Kristín , 3.3.2009 kl. 20:37

7 Smámynd: Vilma Kristín

.. svo hress að ég ætla að reyna að ná tveimur til þremur tímum í vinnunni í viðbót í dag..

Vilma Kristín , 3.3.2009 kl. 20:37

8 Smámynd: Snjóka

veei æði að heimalingurinn sé að koma heim þó að það sé bara í smá heimsókn

er svo mjög spennt að heyra um nýju plönin

Snjóka, 3.3.2009 kl. 22:39

9 Smámynd: Einar Indriðason

ehum... Þetta var góð byrjun:  "Hress".  En svo skekktist byrjunin... "og ætla því að vinna 2 til 3 tíma aukalega".

Hey, þið fólk í kringum Vilmu, hvað segið þið um að RÆNA henni úr vinnunni eftir EÐLILEGAN vinnutíma, ekki þessa 12 - 15 tíma sem hún er að vinna!

(en farðu nú samt vel með þig, og slakaðu vel á um helgina.)

Einar Indriðason, 4.3.2009 kl. 08:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband