Kattadómari til bjargar

Ég engdist um og reyndi að anda. Anda rólega. Það hlaut að vera málið. Unglingarnir horfðu á mig með áhyggjusvip. "Á ég að blanda meira?", spurði heimasætan og ég kinkaði kolli. Heimasætan kom til baka að vörmu spori með fullt glas af "meðali" (vatn og matarsóti)... Ég drakk það án þess að gretta mig, allt fyrir smá slökun á verkjunum sem ætluðu ekkert að fara.

En "meðalið" ætlaði ekkert að virka. Heimasætan strauk mér um bakið og spurði hvort ég vildi ekki fara til læknis. Ég hristi hausinn. Fara til læknis? Nei, nei. Þetta myndi örugglega líða hjá. Tíminn leið. Ég fann enga stellingu sem mér leið bærilega í. Anda. Anda rólega. Ég reyndi að standa. Ómögulegt. Sitja. Ómögulegt. Liggja. Ómögulegt. Á endanum virtist besta stellingin vera að sitja í indjánastellingu á gólfinu og halla höfðinu fram á við upp að sófanum og hélt um bringuna. Mjög virðulegt.

"Ég er að deyja...", hugsaði ég og eftir rúman klukkutíma af þessu gafst ég upp. Vælandi hringdi ég í kennarann og kattadómarann, ég treysti mér engan veginn í að keyra. Kattadómarinn birtist örstuttu seinna heima hjá mér, áhyggjufullur á svip, og brunaði með mig til læknis. Manneskju með brjóstverki er kippt framfyrir á biðstofunni og fær þessa fínu skoðun.

Ungi læknirinn potaði, hlustaði, potaði meira, hlustaði meira... og komst að þeirri niðurstöðu að ég væri ekki að fá hjartaráfall, ekki í þetta sinn. En í staðinn er ég kominn með magasýru í vélindað sem einmitt veldur þessum ótrúlega skemmtilegu einkennum. Send heim með tvenns konar lyf, sem ég þarf að taka samviskusamlega í 3 vikur. Eftir það þarf ég meiri skoðanir til að sjá hvort þetta gerist aftur og hvort það þurfi að grípa til aðgerða. Allt mjög spennandi, not.

Frammi beið þolinmóður og áhyggjufullur kattadómari sem fylgdi mér aftur heim og í bónus fékk ég skemmtilegar samræður við vininn minn. Alltof sjaldan sem ég á gæða tíma með honum. Verst að þurfa að verða veikur til að ná honum :)

Núna líður hins vegar mikið betur, kannski af því er ég búin að taka bæði lyfin sem ég að hægja á framleiðslu magasýru og lyfin sem ég að slá á einkennin frá vélindanu. Eina sem ég er að spá er afhverju læknirinn ákvað að láta mig taka tvöfaldan leyfilegan skammt... ja, hvað um það... ef það virkar þá er það bara frábært.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

tvöfaldur leyfilegur skammtur?  það hljómar ekki vel
en gott að þú ert að jafna þig ... ég sem vissi ekki einu sinni að þú værir slöpp

Rebbý, 1.3.2009 kl. 22:27

2 Smámynd: Vilma Kristín

Þetta gerðist nokkuð snöggt, leið bara um einn og hálfur tími frá því ég veiktist og þar til ég var komin til læknis... meira vesenið.

En þetta með tvöfalda skammtinn... sko í leiðbeiningunum stendur að ef maður tekur meira en leyfilegan skammt eigi maður að hringja á lækni. Svo ég var að spá hvort ég ætti að drífa mig í að taka allt sem hann sagði mér og hringja svo í hann og tilkynna að ég hefði tekið of mikið... eða bara kannski bíða og sjá hvort ég verði veik af pillunum. Reyndar á ég bara að taka tvöfaldan leyfilegan skammt í viku og fara svo á hámarksskammt, sennilega eitthvað svona dæmi til að keyra niður framleiðsluna hratt.

Vilma Kristín , 1.3.2009 kl. 22:37

3 identicon

úbbs greinilega nóg að gerast hjá þér, vonandi virka lyfin hratt og vel

Snjóka (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 23:12

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

ÆJ!! Ekki gott - Ég held að líkaminn sé að segja þér að slaka örlítið á...

Gott að þetta var ekki hjartaáfall þó magasýrur geti gert manni lífið leitt þá eru þær þó skömminni skárri!

Farðu vel með þig mín kæra.

Hrönn Sigurðardóttir, 2.3.2009 kl. 08:35

5 identicon

Úffff þetta hljómar ekki vel

Bibba (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 11:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband