28.2.2009 | 16:39
í ökkla eða eyra...
"Svona er lífið, Vilma, annað hvort í ökkla eða eyra...", sagði sálfræðingurinn við mig, hallaði sér aftur í stólnum og hló. "Má ég þá frekar biðja um að hafa það sem oftast í eyra", svaraði ég að bragði og glotti við. Við eigum okkar reglulegu spjöll þar sem við ræðum lífið og tilveruna... og auðvitað vinnuna þar sem hann er yfirmaður minn. Þvílíkur lúxus að hafa sálfræðing við höndina, sérstaklega fyrir fólk eins og mig.
En það er þetta með ökkla eða eyra, það á við svo margt. Í alltof langan tíma var ég þyrnirós, mátti ekki setjast niður án þess að sofna. Lagði mig á hverjum degi auk þess að þurfa að lágmarki 9 tíma svefn hverja nótt. Já, þurfti helst að sofa hálfan sólarhring til að líða vel. Skyndilega var svo slökkt á þyrnirósar hlutverkinu. Og síðustu viku hef ég sofið allt allf of lítið.
"Ég var að hugsa í nótt....", byrjaði ég og leit á líffræðinginn sem sat á sínum vanalega stað við hliðina á mér. Hann hló við: "Vilma, í nótt? Ertu hætt að sofa?" Ég kinkaði kolli og hélt svo áfram að segja honum frá því sem ég hafði verið að spá. Á hverjum morgni hef ég mætt í vinnuna með nýjar hugmyndir eða lausnir sem ég hef náð að finna um nóttina, liggjandi andvaka uppí rúmi. Eiginlega kann ég betur við þetta ástand heldur en þyrnirrósar ástandið.
Svo kom ég heim úr vinnunni í gær, settist niður og það slökknaði á mér. Síðan hef ég varla vaknað. Ég bara settist niður og varð að fara að sofa. Rebbý hringdi og reyndi að tala við mig... mig rámar í að hafa reynt að svara einhverju. Unglingarnir potuðu í mig og báðu um mat. Ég bað um að fá að sofa aðeins lengur. Kattadómarinn hringdi og ég gat varla opnað augun á meðan ég talaði við hann. Einhvern veginn tókst mér nú á endanum að komasta á fætur og elda heimsins besta lasagne og var svo að detta inn og út allt kvöldið. Ég svaf eins og steinn í nótt og lagði mig svo í dag.
Svo nú auglýsi ég eftir svefnjafnara. Svona svo ég geti jafnað þetta pínulítið út. Það e ragalegt að vita ekki hvort ég þarf að sofa hálfan sólarhringinn eða bara 4 tíma. Væri flott ef það væri eitthvað svona tæki sem ég gæti bara stillt... einhver?
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
Já.... það er einhversstaðar eitthvað ójafnvægi...........
Gangi þér vel að stilla þig af :)
Hrönn Sigurðardóttir, 28.2.2009 kl. 21:01
Hvíld.
Bibba (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 21:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.